Hafna alfarið sögusögnum um að eldra fólk sé undanskilið Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 17:07 Fylgiskannanir streyma frá íslenskum könnunarfyrirtækjum þessa dagana. Gallup Gallup, Maskína og MMR hafna því að eldri aldurshópar séu undanskildir í fylgiskönnunum fyrirtækjanna í aðdraganda alþingiskosninga. Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu. Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu.
Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira