Þrjár spurningar um framtíðina Bjarni Benediktsson skrifar 23. september 2021 08:00 Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við. Þú getur líka valið úr fjölmörgum smáflokkum sem ætla að kollvarpa þessari stefnu. Þeir gefa allir út loforðalista sem fjármagna skal með skuldsetningu og skattahækkunum og geta myndað til þess alls kyns fimm flokka samsetningar. Það mun setja allan stöðugleika í uppnám. Valið á laugardaginn er skýrt og mun hafa bein áhrif á okkar daglega líf. 1. Hvernig þróast matarkarfan? Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín. Skattarnir hafa lækkaðog verðbólgan verið lág. Tollar og vörugjöld hafa verið afnumin, verslun er frjálsari, tryggingagjaldið hefur lækkað og álögur á fyrirtæki minnkað. Þetta getur allt breyst mjög hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði. 2. Verða afborganirnar hærri eða lægri? Tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. Útgjaldalistinn sem nú er lofað mun hækka vextina aftur. Afborganirnar munu hækka með. 3. Skattahækkanir eða skattalækkanir? Við höfum lækkað skatta verulega - mest á þá sem lægst hafa launin. Við munum halda því áfram. Fyrir vikið hefur fólk meira milli handanna og fyrirtækjum gengur betur. Nýjum störfum og spennandi tækifærum fer hratt fjölgandi. Þetta mun breytast ef skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki verða aftur lausn allra vandamála, eins og við munum frá tíð síðustu vinstri stjórnar. Stjórnar sem stóð fyrir á annað hundrað skattahækkunum. Valið er skýrt Það er ekki hægt að senda reikninginn fyrir loforðalistunum frá sér og láta einhvern annan borga. Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð. Þess vegna lofum við ábyrgð og stöðugleika ofar öllu öðru. Atkvæði greitt öðrum en Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt auknum líkum á fjölflokka vinstristjórn. Sleppum óvissuferðinni og höldum áfram á réttri braut. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við. Þú getur líka valið úr fjölmörgum smáflokkum sem ætla að kollvarpa þessari stefnu. Þeir gefa allir út loforðalista sem fjármagna skal með skuldsetningu og skattahækkunum og geta myndað til þess alls kyns fimm flokka samsetningar. Það mun setja allan stöðugleika í uppnám. Valið á laugardaginn er skýrt og mun hafa bein áhrif á okkar daglega líf. 1. Hvernig þróast matarkarfan? Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín. Skattarnir hafa lækkaðog verðbólgan verið lág. Tollar og vörugjöld hafa verið afnumin, verslun er frjálsari, tryggingagjaldið hefur lækkað og álögur á fyrirtæki minnkað. Þetta getur allt breyst mjög hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði. 2. Verða afborganirnar hærri eða lægri? Tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. Útgjaldalistinn sem nú er lofað mun hækka vextina aftur. Afborganirnar munu hækka með. 3. Skattahækkanir eða skattalækkanir? Við höfum lækkað skatta verulega - mest á þá sem lægst hafa launin. Við munum halda því áfram. Fyrir vikið hefur fólk meira milli handanna og fyrirtækjum gengur betur. Nýjum störfum og spennandi tækifærum fer hratt fjölgandi. Þetta mun breytast ef skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki verða aftur lausn allra vandamála, eins og við munum frá tíð síðustu vinstri stjórnar. Stjórnar sem stóð fyrir á annað hundrað skattahækkunum. Valið er skýrt Það er ekki hægt að senda reikninginn fyrir loforðalistunum frá sér og láta einhvern annan borga. Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð. Þess vegna lofum við ábyrgð og stöðugleika ofar öllu öðru. Atkvæði greitt öðrum en Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt auknum líkum á fjölflokka vinstristjórn. Sleppum óvissuferðinni og höldum áfram á réttri braut. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun