Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir friðlýsingar unnar í samræmi við lög. Hann hafnar ásökunum Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um annað. vísir/samett Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu