Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir friðlýsingar unnar í samræmi við lög. Hann hafnar ásökunum Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um annað. vísir/samett Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira