Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 13:01 Bjarki Már Elísson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Valdimar Grímsson hellti sér yfir hann. vísir/vilhelm Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm Valur Handbolti Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm
Valur Handbolti Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira