Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Andri Már Eggertsson skrifar 21. september 2021 21:59 Magnús Óli Magnússon brýtur sér leið í gegnum Lemgo vörnina í kvöld. Hann var markahæstur Valsmanna með sjö mörk. Vísir/Vilhelm Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. Agnar Smári Jónsson gerði fyrsta mark leiksins. Fyrstu tíu mínútur leiksins skiptust liðin á að skora. Vignir Stefánsson tók síðan leikinn í sínar hendur og gerði þrjú mörk í röð og kom Val þremur mörkum yfir. Lemgo réði ekkert við vel skipulagða vörn Vals og tók Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo, leikhlé í stöðunni 11-6. Á 23. mínútu fékk Björgvin Páll Gústavsson beint rautt spjald. Bjarki Már Elísson var í hraðaupphlaupi fleygði sér í gegn, Björgvin Páll klessti þá heldur harkalega á Bjarka. Gestirnir voru allt annað en sáttir og gaf Bjarki Már lítið fyrir afsökunarbeiðni Björgvins sem rétti honum lófann. Björgvin Páll fékk á endanum beint rautt spjald. Motoki Sakai kom í mark Vals og varði fyrsta skotið eftir að hann kom inn á. Þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að klárast var Alexander Örn Júlísson keyrður niður af Jonathan Carlsbogård sem fékk beint rautt spjald. Eftir frábæran fyrri hálfleik var Valur þremur mörkum yfir 17-14. Valur gerði tvö mörk í röð strax í upphafi seinni hálfleiks og staðan orðin 19-15. Agnar Smári Jónsson átti frábær tilþrif þegar hann dansaði framhjá varnarmanni Lemgo og sneri boltann framhjá Peter Johannesson, markmanni Lemgo, Agnar endurtók síðan nákvæmlega sömu tilþrif stuttu seinna. Lemgo átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleik. Þeir gerðu þá fimm mörk í röð og minnkuðu leikinn niður í eitt mark 23-22. Þegar 5. mínútur voru eftir af leiknum komst Lemgo í fyrsta sinn yfir. Loka mínútur leiksins voru því æsispennandi. Agnar Smári Jónsson fékk tækifæri til að jafna leikinn í blálokinn en skot Agnars heldur beint á Peter Johannesson. Lemgo vann því fyrri leik liðanna með einu marki 26-27. Af hverju vann Lemgo? Eftir að hafa átt afar lélegan fyrri hálfleik settu þýsku bikarmeistararnir ekki árar í bát. Lemgo spilað talsvert betur síðustu tuttugu mínútur leiksins heldur en þeir voru búnir að spila fram að því. Lemgo vann síðustu tuttugu mínútur leiksins með sex mörkum 4-10. Hverjir stóðu upp úr? Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með 9 mörk. Bjarki var traustur á vítalínunni og gerði þrjú síðustu mörk Lemgo, öll úr vítum. Það voru allir leikmenn Vals frábærir í kvöld. Magnús Óli Magnússon var afar drjúgur á tímabili og endaði hann leikinn með 7 mörk úr 9 skotum. Hvað gekk illa? Lemgo átti afar fá svör við hreyfanlegri og vel skipulagðri vörn Vals á löngum köflum í leiknum. Valur refsaði síðan með hröðum sóknum og gerði Valur 17 mörk í fyrri hálfleik. Það má telja það afar vel af sér vikið gegn þýsku bikarmeisturunum. Hvað gerist næst? Eftir viku mætast liðin í Þýskalandi. Leikurinn fer fram í Lipperlandhalle þar sem Lemgo leikur sína heimaleiki. Snorri Steinn: Dómararnir voru aldrei á sömu blaðsíðu Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með frammistöðu Vals í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með grátlegt tap Vals. „Ég er mjög fúll við áttum meira skilið úr þessum leik. Ég get ekkert sett út á frammistöðu liðsins. Það er eitt og annað sem tapaði þessum leik. Þeir voru aðeins heppnari og hefði dómgæslan verið öðruvísi, hefðum við unnið leikinn.“ Snorri Steinn var afar sáttur með fyrri hálfleik Vals í kvöld. „Við vorum frábærir varnarlega, ég var ánægður með hvernig við keyrðum í bakið á þeim. Þetta var dúndur hálfleikur sem við náðum ekki alveg að fylgja eftir í þeim síðari.“ Snorri Steinn var sannfærður um að Björgvin Páll átti ekki að fá rautt spjald þegar hann klessti á Bjarka Má. Snorri Steinn fannst margt í ólagi hjá dómurum leiksins og voru þeir hreinlega aldrei í sama takti. „Ég skil ekki áherslurnar hjá dómurunum. Mér fannst þeir aldrei á sömu blaðsíðunni í leiknum.“ Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi sem endaði með að Agnar Smári Jónsson klikkaði á lokaskoti til að jafna leikinn. „Á þessum tíma vorum við að ströggla sóknarlega. Ég var óánægður með síðustu sóknina okkar, ég var búinn með leikhléið. Það er auðvelt að segja það núna að við hefðum átt að nýta sóknina betur,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handbolti Valur
Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. Agnar Smári Jónsson gerði fyrsta mark leiksins. Fyrstu tíu mínútur leiksins skiptust liðin á að skora. Vignir Stefánsson tók síðan leikinn í sínar hendur og gerði þrjú mörk í röð og kom Val þremur mörkum yfir. Lemgo réði ekkert við vel skipulagða vörn Vals og tók Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo, leikhlé í stöðunni 11-6. Á 23. mínútu fékk Björgvin Páll Gústavsson beint rautt spjald. Bjarki Már Elísson var í hraðaupphlaupi fleygði sér í gegn, Björgvin Páll klessti þá heldur harkalega á Bjarka. Gestirnir voru allt annað en sáttir og gaf Bjarki Már lítið fyrir afsökunarbeiðni Björgvins sem rétti honum lófann. Björgvin Páll fékk á endanum beint rautt spjald. Motoki Sakai kom í mark Vals og varði fyrsta skotið eftir að hann kom inn á. Þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að klárast var Alexander Örn Júlísson keyrður niður af Jonathan Carlsbogård sem fékk beint rautt spjald. Eftir frábæran fyrri hálfleik var Valur þremur mörkum yfir 17-14. Valur gerði tvö mörk í röð strax í upphafi seinni hálfleiks og staðan orðin 19-15. Agnar Smári Jónsson átti frábær tilþrif þegar hann dansaði framhjá varnarmanni Lemgo og sneri boltann framhjá Peter Johannesson, markmanni Lemgo, Agnar endurtók síðan nákvæmlega sömu tilþrif stuttu seinna. Lemgo átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleik. Þeir gerðu þá fimm mörk í röð og minnkuðu leikinn niður í eitt mark 23-22. Þegar 5. mínútur voru eftir af leiknum komst Lemgo í fyrsta sinn yfir. Loka mínútur leiksins voru því æsispennandi. Agnar Smári Jónsson fékk tækifæri til að jafna leikinn í blálokinn en skot Agnars heldur beint á Peter Johannesson. Lemgo vann því fyrri leik liðanna með einu marki 26-27. Af hverju vann Lemgo? Eftir að hafa átt afar lélegan fyrri hálfleik settu þýsku bikarmeistararnir ekki árar í bát. Lemgo spilað talsvert betur síðustu tuttugu mínútur leiksins heldur en þeir voru búnir að spila fram að því. Lemgo vann síðustu tuttugu mínútur leiksins með sex mörkum 4-10. Hverjir stóðu upp úr? Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með 9 mörk. Bjarki var traustur á vítalínunni og gerði þrjú síðustu mörk Lemgo, öll úr vítum. Það voru allir leikmenn Vals frábærir í kvöld. Magnús Óli Magnússon var afar drjúgur á tímabili og endaði hann leikinn með 7 mörk úr 9 skotum. Hvað gekk illa? Lemgo átti afar fá svör við hreyfanlegri og vel skipulagðri vörn Vals á löngum köflum í leiknum. Valur refsaði síðan með hröðum sóknum og gerði Valur 17 mörk í fyrri hálfleik. Það má telja það afar vel af sér vikið gegn þýsku bikarmeisturunum. Hvað gerist næst? Eftir viku mætast liðin í Þýskalandi. Leikurinn fer fram í Lipperlandhalle þar sem Lemgo leikur sína heimaleiki. Snorri Steinn: Dómararnir voru aldrei á sömu blaðsíðu Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með frammistöðu Vals í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með grátlegt tap Vals. „Ég er mjög fúll við áttum meira skilið úr þessum leik. Ég get ekkert sett út á frammistöðu liðsins. Það er eitt og annað sem tapaði þessum leik. Þeir voru aðeins heppnari og hefði dómgæslan verið öðruvísi, hefðum við unnið leikinn.“ Snorri Steinn var afar sáttur með fyrri hálfleik Vals í kvöld. „Við vorum frábærir varnarlega, ég var ánægður með hvernig við keyrðum í bakið á þeim. Þetta var dúndur hálfleikur sem við náðum ekki alveg að fylgja eftir í þeim síðari.“ Snorri Steinn var sannfærður um að Björgvin Páll átti ekki að fá rautt spjald þegar hann klessti á Bjarka Má. Snorri Steinn fannst margt í ólagi hjá dómurum leiksins og voru þeir hreinlega aldrei í sama takti. „Ég skil ekki áherslurnar hjá dómurunum. Mér fannst þeir aldrei á sömu blaðsíðunni í leiknum.“ Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi sem endaði með að Agnar Smári Jónsson klikkaði á lokaskoti til að jafna leikinn. „Á þessum tíma vorum við að ströggla sóknarlega. Ég var óánægður með síðustu sóknina okkar, ég var búinn með leikhléið. Það er auðvelt að segja það núna að við hefðum átt að nýta sóknina betur,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti