Gefðu framtíðinni tækifæri Guðbrandur Einarsson skrifar 22. september 2021 07:31 Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun