Verndum störf í sjávarútvegi Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 21. september 2021 13:45 Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun