Þetta er allt saman hannað Hrund Gunnsteinsdóttur skrifar 21. september 2021 12:31 Horfðu í kringum þig. Líttu niður og upp í loft. Ljósastaur eða ljós í lofti, gólfefni, púði í sófa og hurðarop. Flýgur flugvél yfir? Kíktu í vasann eða veskið, sími, lyklar, gleraugu, varalitur... Þetta er allt saman hannað af einhverjum. Nú liggur ljóst fyrir að við þurfum að hanna heiminn upp á nýtt. Núverandi hagkerfi er ekki sjálfbært og við höfum örfá ár til að snúa við ógnvænlegri þróun í hlýnun loftslags og eyðileggingu í lífríkinu. Við þurfum að nýta betur mat og vörur, endurvinna og skapa verðmæti úr rusli, fara í allsherjar hugarfarsbreytingu og orkuskipti úr notkun jarðefnaeldsneyta yfir í endurnýjanlega orku, svo dæmi séu nefnd. Atvinnuskapandi auðlindahringrás Við munum ekki ná umhverfis- og loftslagsmarkmiðum nema við förum úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Galdurinn er að hætta hanna vörur sem við hendum og eru skaðlegar vistkerfum jarðar. Með því að skipta yfir í hringrásarhagkerfi, tökum við upp iðnaðarkerfi sem gengur út á að allt sem við hönnum og framleiðum, er endurnýtanlegt, endurnýjanlegt og getur orðið að lokaðri auðlindahringrás. Hringrásarhagkerfið er ekki aðeins gott fyrir vistkerfin, andrúmsloftið og lífríkið, heldur sýnir reynslan að það er atvinnuskapandi, nýtir tækniþróun á uppbyggilegan hátt og er gott fyrir hagsæld. Endurhönnunin er hafin... Heilar þjóðir og landsvæði í Evrópu hafa gert tímasettar aðgerðaráætlanir um að skapa hagkerfi þar sem hönnun ferla, vöru og þjónustu fellur eins og flís við rass við hringrásarhagkerfið. Við eigum ekki slíka heildstæða stefnu hérlendis, en í júní síðastliðnum gaf umhverfis- og auðlindaráðuneytið út skýrslu um stefnu ráðuneytisins í úrgangsmálum, sem ber yfirskriftina Í átt að hringrásarhagkerfi. Aukið fjármagn í hringrás Að auki má nefna að hið opinbera hefur aukið hlutfall styrkja undanfarin misseri sem fara sérstaklega í fjármögnun á hringrásarverkefnum. Á vettvangi Norðurlandanna, Nordic Innovation og Nordic Circular Hotspot, má finna fjölmörg áhugaverð verkefni og fyrirtæki sem vinna að lausnum fyrir hringrásarhagkerfið, auk aukins fjármagns í formi styrkja og fjárfestinga sem beina þeim í þá átt. Hönnunarfyrirtæki að gera góða hluti Á Íslandi eigum við dæmi um mörg áhugaverð og öflug hönnunarfyrirtæki sem vinna að því að þróa sjálfbærar leiðir til að framleiða vörur og reyna að framleiða sem mest hér á landi til að lágmarka vistspor. Hönnunarfyrirtækið Aftur, hefur hannað og framleitt fatnað úr endurunnum textíl síðastliðin 22 ár. Fólk Reykjavík framleiðir íslenskar hönnunarvörur með sjálfbærni, endurnýtingu og hringrásarhagkerfið að markmiði, til dæmis með því að búa til vörur úr vottuðum við og endurnýttu járni. Plastplan er sprotafyrirtæki sem sækir plast vikulega til samstarfsaðila og skilar nákvæmlega sama plasti til baka skömmu síðar í formi nýrra nytjahluta, svo sem ísskeiðar og bakka undir matvæli. Gæði, ending, fullnýting, þróun, staðbundin framleiðsla... Þá má nefna að mörg hönnunarfyrirtæki á Íslandi leggja mikla áherslu á gæði og endingu, staðbundna framleiðslu, þróun nýrra efna úr íslensku hráefni, fullnýtingu afgangsefna, endurnýtingu og sjálfbær efni svo sem; 66°Norður, Farmers Market, Magnea, Kormákur og Skjöldur, As We Grow, Smiðsbúðin, Rammagerðin og Agustav. Hönnunarsjóður úthlutar styrkjum tvisvar á ári og þar má sjá að langflest verkefnin snúast um þróun sjálfbærra lausna. Umhverfisvænn lífstíll, samgöngur og endurgerð bygginga Á sviði arkitektúrs er í auknum mæli lögð áhersla á sjálfbærar lausnir sem birtast í skipulagi sem hvetur til umhverfisvænni lífstíls og samgangna. Einnig með þróun og vali á umhverfisvænni efnivið í byggingum og endurnýtingu og endurgerð gamalla bygginga þar sem eldra húsnæði fær nýtt hlutverk með það markmið að lágmarka kolefnisspor. Dæmi um þá þróun er endurhönnun Marshallhússins og Dranga á Snæfjallaströnd, sem bæði hafa fengið Hönnunarverðlaun Íslands. Hönnun, hugvit og nýsköpun Við stöndum á tímamótum, þar sem við þurfum að hanna allt upp á nýtt. Hringrásarhagkerfið felur í sér samvinnu, samnýtingu og samþættingu þvers og kurs um samfélagið. Lykilorðið er hönnun og arkitektúr kerfa og bygginga. Markmiðið er að hanna þannig að öll framleiðsla á vörum verði aftur að hringrás. Að hanna ferli, samtal og samstarf þannig að okkur takist sem best upp. Þannig tryggjum við sjálfbæra verðmætasköpun og lífsgæði til framtíðar sem byggja á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóra Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Tíska og hönnun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Horfðu í kringum þig. Líttu niður og upp í loft. Ljósastaur eða ljós í lofti, gólfefni, púði í sófa og hurðarop. Flýgur flugvél yfir? Kíktu í vasann eða veskið, sími, lyklar, gleraugu, varalitur... Þetta er allt saman hannað af einhverjum. Nú liggur ljóst fyrir að við þurfum að hanna heiminn upp á nýtt. Núverandi hagkerfi er ekki sjálfbært og við höfum örfá ár til að snúa við ógnvænlegri þróun í hlýnun loftslags og eyðileggingu í lífríkinu. Við þurfum að nýta betur mat og vörur, endurvinna og skapa verðmæti úr rusli, fara í allsherjar hugarfarsbreytingu og orkuskipti úr notkun jarðefnaeldsneyta yfir í endurnýjanlega orku, svo dæmi séu nefnd. Atvinnuskapandi auðlindahringrás Við munum ekki ná umhverfis- og loftslagsmarkmiðum nema við förum úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Galdurinn er að hætta hanna vörur sem við hendum og eru skaðlegar vistkerfum jarðar. Með því að skipta yfir í hringrásarhagkerfi, tökum við upp iðnaðarkerfi sem gengur út á að allt sem við hönnum og framleiðum, er endurnýtanlegt, endurnýjanlegt og getur orðið að lokaðri auðlindahringrás. Hringrásarhagkerfið er ekki aðeins gott fyrir vistkerfin, andrúmsloftið og lífríkið, heldur sýnir reynslan að það er atvinnuskapandi, nýtir tækniþróun á uppbyggilegan hátt og er gott fyrir hagsæld. Endurhönnunin er hafin... Heilar þjóðir og landsvæði í Evrópu hafa gert tímasettar aðgerðaráætlanir um að skapa hagkerfi þar sem hönnun ferla, vöru og þjónustu fellur eins og flís við rass við hringrásarhagkerfið. Við eigum ekki slíka heildstæða stefnu hérlendis, en í júní síðastliðnum gaf umhverfis- og auðlindaráðuneytið út skýrslu um stefnu ráðuneytisins í úrgangsmálum, sem ber yfirskriftina Í átt að hringrásarhagkerfi. Aukið fjármagn í hringrás Að auki má nefna að hið opinbera hefur aukið hlutfall styrkja undanfarin misseri sem fara sérstaklega í fjármögnun á hringrásarverkefnum. Á vettvangi Norðurlandanna, Nordic Innovation og Nordic Circular Hotspot, má finna fjölmörg áhugaverð verkefni og fyrirtæki sem vinna að lausnum fyrir hringrásarhagkerfið, auk aukins fjármagns í formi styrkja og fjárfestinga sem beina þeim í þá átt. Hönnunarfyrirtæki að gera góða hluti Á Íslandi eigum við dæmi um mörg áhugaverð og öflug hönnunarfyrirtæki sem vinna að því að þróa sjálfbærar leiðir til að framleiða vörur og reyna að framleiða sem mest hér á landi til að lágmarka vistspor. Hönnunarfyrirtækið Aftur, hefur hannað og framleitt fatnað úr endurunnum textíl síðastliðin 22 ár. Fólk Reykjavík framleiðir íslenskar hönnunarvörur með sjálfbærni, endurnýtingu og hringrásarhagkerfið að markmiði, til dæmis með því að búa til vörur úr vottuðum við og endurnýttu járni. Plastplan er sprotafyrirtæki sem sækir plast vikulega til samstarfsaðila og skilar nákvæmlega sama plasti til baka skömmu síðar í formi nýrra nytjahluta, svo sem ísskeiðar og bakka undir matvæli. Gæði, ending, fullnýting, þróun, staðbundin framleiðsla... Þá má nefna að mörg hönnunarfyrirtæki á Íslandi leggja mikla áherslu á gæði og endingu, staðbundna framleiðslu, þróun nýrra efna úr íslensku hráefni, fullnýtingu afgangsefna, endurnýtingu og sjálfbær efni svo sem; 66°Norður, Farmers Market, Magnea, Kormákur og Skjöldur, As We Grow, Smiðsbúðin, Rammagerðin og Agustav. Hönnunarsjóður úthlutar styrkjum tvisvar á ári og þar má sjá að langflest verkefnin snúast um þróun sjálfbærra lausna. Umhverfisvænn lífstíll, samgöngur og endurgerð bygginga Á sviði arkitektúrs er í auknum mæli lögð áhersla á sjálfbærar lausnir sem birtast í skipulagi sem hvetur til umhverfisvænni lífstíls og samgangna. Einnig með þróun og vali á umhverfisvænni efnivið í byggingum og endurnýtingu og endurgerð gamalla bygginga þar sem eldra húsnæði fær nýtt hlutverk með það markmið að lágmarka kolefnisspor. Dæmi um þá þróun er endurhönnun Marshallhússins og Dranga á Snæfjallaströnd, sem bæði hafa fengið Hönnunarverðlaun Íslands. Hönnun, hugvit og nýsköpun Við stöndum á tímamótum, þar sem við þurfum að hanna allt upp á nýtt. Hringrásarhagkerfið felur í sér samvinnu, samnýtingu og samþættingu þvers og kurs um samfélagið. Lykilorðið er hönnun og arkitektúr kerfa og bygginga. Markmiðið er að hanna þannig að öll framleiðsla á vörum verði aftur að hringrás. Að hanna ferli, samtal og samstarf þannig að okkur takist sem best upp. Þannig tryggjum við sjálfbæra verðmætasköpun og lífsgæði til framtíðar sem byggja á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóra Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun