Heilbrigð sál í hraustum líkama Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 20. september 2021 21:00 Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun