Heilbrigð sál í hraustum líkama Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 20. september 2021 21:00 Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar