Sjá fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna: „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2021 20:30 Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, og Bogi Nils, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm og Egill Utanríkisráðherra segir öllu muna að nú sjái loks fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna og Íslendingar geti ferðast þangað á ný. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa í nóvember bólusettum farþegum frá Schengen-svæðinu að koma aftur til landsins. Bannið hefur nú verið í gildi í eitt og hálft ár. „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55