Öruggt þak yfir höfuðið Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. september 2021 12:00 Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Vinstri græn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun