Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 08:51 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mikla áhættu felast í því að reyna að smitast viljandi af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira