Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði Lenya Rún Taha Karim skrifar 20. september 2021 08:02 Viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst hratt á undanförnum árum. Skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt, en þrátt fyrir það eru stjórnvöld lengi að taka við sér. Í áratugi hafa fyrirbyggjandi aðgerðir stjórnvalda falist í hræðsluáróðri, skrímslavæðingu og stríði gegn vímuefnum - en það sem gleymist er að stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn vímuefnaneytendum. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram nokkur frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna, í anda þeirrar skaðaminnkunar sem við vitum að skilar árangri. Þau hafa hins vegar öll verið felld af stjórnarmeirihlutanum eða svæfð í nefnd. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir afglæpavæðingarfrumvarpi sínu í júní 2020, þegar það var fellt í atkvæðagreiðslu með 28 atkvæðum gegn 18. Rök stjórnarliðanna gegn frumvarpinu voru einfeldningsleg og gölluð og var raunar þegar búið að svara þeim öllum, annað hvort með breytingartillögum stjórnarandstöðunnar eða með álitum sérfræðinga. Kjarni málsins var einfaldlega sá að þetta einfalda mál, mál sem varðar grundvallarmannréttindi jaðarsettra hópa, varð rammpólitískt í augum stjórnarflokkanna. Siðferðislega hliðin Afglæpavæðing neysluskammta er í raun ekki svo róttæk. Í stað þess að refsa veiku fólki er verið að beina því að heilbrigðiskerfinu og auðvelda því að leita sér meðferðar. Hvers vegna er þetta eiginlega svona mikið mál? Jú, það er að sjálfsögðu pólitíkin að baki þessu öllu. Það að koma fram við neytendur vímuefna eins og manneskjur en ekki eins og glæpamenn varð pólitískt mál, mál sem þótti of pólitískt áhættusamt að hleypa í gegn svo stuttu fyrir kosningar. Mál sem mátti ekki klára á þessu kjörtímabili þrátt fyrir að tveir af þremur stjórnarflokkum séu með þetta í stefnuskránni sinni ásamt því að hafa þetta í stjórnarsáttmála. Afglæpavæðing á vörslu neysluskammta er ekki fordæmalaus aðgerð, heldur hefur hún skilað árangri í öðrum löndum sem hafa farið svipaða leið. Vímuefnaneytendur eru oft í viðkvæmri stöðu og þurfa hjálp þar sem að oftar en ekki eru þau einnig að kljást við geðræn vandamál. Þau leiða síðan til þess að annað hvort er sótt í vímuefni til að deyfa sársaukann eða gera það erfiðara að hætta neyslunni. Stundum hreinlega ómögulegt. Staðreyndin er sú að vímuefnaneytendur njóta ekki sömu mannréttinda og aðrir borgarar. Alþingi hefur ekki enn sýnt viljann til að koma fram við þau með virðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi. Léttvæg mótrök Þegar frumvarpið var tekið fyrir á Alþingi þann 29. júní 2020 var ég, annars árs laganemi á þeim tíma sem ætlaði sér alls ekki út í pólitík strax, að fylgjast með útsendingunni heima. Ég var ekki með neina gríðarlega þekkingu á málaflokknum - mér fannst í rauninni bara einfalt og sjálfsagt mál að hætta að refsa vímuefnanotendum. Það hjálpar jaðarsettum hópum ekki neitt að beita þá hörku, er það nokkuð? Ég horfði á þingmenn og stjórnarliða sem voru mótfallnir frumvarpinu fara upp í pontu og bera fyrir sig gagnrýni sem var svo léttvæg og smávægileg í stóra samhenginu að ég trúði varla að þeim væri alvara. Ég vissi nákvæmlega hvað væri að eiga sér stað. Ríkisstjórnin ætlaði sér aldrei að láta afglæpavæðingu neysluskammta verða að veruleika á þessu kjörtímabili og var að dansa pólitískan leik í kringum frumvarpið. Sama ríkisstjórn og sagðist í stjórnarsáttmálanum sínum ætla að „snúa af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna.” Mér fannst svörin við þessum rökum hjá andstæðingum frumvarpsins augljós, jafnvel þegar ég horfði á útsendinguna. Felldu breytinguna sem þeir vildu Ein helstu rök stjórnarliðanna gegn frumvarpinu voru að ekki var búið að skilgreina magn neysluskammta. Þessu var auðsvarað. Einfaldasta og eðlilegasta lausnin hefði verið að setja reglugerðarheimild fyrir heilbrigðisráðherra um skilgreiningu neysluskammta fyrir hvert vímuefni. Ráðherra myndi ekki slumpa á skammtastærðina einn síns liðs, heldur gera það í samráði við þau samtök sem hafa vit á aðstæðum vímuefnaneytenda. Það er líka hálf furðuleg tilhugsun að ætla að hafa þessa skilgreiningu í lögum. Ef aðstæður vímuefnaneytenda myndu breytast ætti þá að kalla saman Alþingi, hlusta á hálaunafólk á miðjum aldri rökræða hvað jaðarsettur hópur má hafa mörg grömm í vasanum og reyna að ná einhverri þverpólítískri sátt um það í gegnum þrjár umræður? Það væri einfaldlega miklu eðlilegra að skilgreina magnið í reglugerð. Minnihluti velferðarnefndar Alþingis, undir forystu þingmanns Pírata, lögðu einmitt fram breytingartillögu við frumvarpið um nákvæmlega þetta: Að ráðherra yrði gert kleift að skilgreina neysluskammta í reglugerð. En sú tillaga var felld. Stjórnarliðarnir kvörtuðu undan einhverju sem vantaði í frumvarpið, en felldu svo tillöguna um að laga það. Gagnrýni stjórnarliða var öll á jafn auðsvaranlegum nótum, eins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, rakti í þessari grein á sínum tíma. Ár í vaskinn Stuttu seinna byrjaði heilbrigðisráðherra að vinna í sínu eigin frumvarpi sama efnis. Hún sagði að sitt frumvarp yrði betur útfært og að þar yrðu öll vafaatriðin útkljáð. Nema að það frumvarp komst aldrei úr nefnd. Frumvarpið dó við þingrof og verður því að leggja það fram aftur á næsta kjörtímabili. Þess má geta að það sem meirihlutinn taldi að væri „illa unnið” við frumvarp Pírata var hægt að leysa með því að samþykkja breytingartillögur Pírata - en eins og áður segir var breytingartillagan einnig felld. Í rauninni var frumvarp heilbrigðisráðherra að mestu leyti samhljóða frumvarpi Pírata, með áorðnum breytingartillögum. Heilbrigðisráðherra kom með sömu lausnir og Píratar höfðu lagt til ári áður. Ár sem hefði getað einkennst af mannúð í garð vímuefnaneytenda, ef pólitík stjórnarliða hefði ekki verið að þvælast fyrir. Tvö fullunnin frumvörp á lager Á næsta kjörtímabili eru því tvö frumvörp sem eru bæði fullunnin og tilbúin. Ég neita að trúa því að þessi pólitíski leikur í kringum afglæpavæðingu neysluskammta geti haldið áfram í fjögur ár í viðbót. Alþingi þarf að standa vörð um velferð vímuefnaneytenda, þetta er jaðarsettur hópur sem þarf hjálp - ekki hegningu. Ég trúi því einlæglega að afglæpavæðing neysluskammta sé fjárfesting í manneskjum, við værum að eyða ótta samfélagsins við vímuefnaneytendur án þess að eyða óttanum við vímuefnin sjálf. Með því að líta á neytendur sem manneskjur auðveldum við þeim að komast af jaðrinum og aftur inn í samfélagið, þar sem við viljum hafa þá. Refsingar munu aðeins ýta neytendum lengra undir yfirborðið, þar sem við viljum alls ekki hafa þá. Næsta laugardag gefst okkur tækifæri til að skipta um stefnu. Tækifæri til að hætta að refsa fólki sem þarf alls ekki á refsingum að halda. Píratar hafa alltaf staðið fyrir mannúð, líka þegar stjórnmálunum þykir það pólitískt óþægilegt. Við ætlum að halda því áfram. Það er löngu tímabært að koma fram við vímuefnaneytendur sem manneskjur. Það er til skammar hvað það tók langan tíma að byrja þetta samtal og enn meira til skammar hvað það tekur langan tíma að klára það. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst hratt á undanförnum árum. Skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt, en þrátt fyrir það eru stjórnvöld lengi að taka við sér. Í áratugi hafa fyrirbyggjandi aðgerðir stjórnvalda falist í hræðsluáróðri, skrímslavæðingu og stríði gegn vímuefnum - en það sem gleymist er að stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn vímuefnaneytendum. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram nokkur frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna, í anda þeirrar skaðaminnkunar sem við vitum að skilar árangri. Þau hafa hins vegar öll verið felld af stjórnarmeirihlutanum eða svæfð í nefnd. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir afglæpavæðingarfrumvarpi sínu í júní 2020, þegar það var fellt í atkvæðagreiðslu með 28 atkvæðum gegn 18. Rök stjórnarliðanna gegn frumvarpinu voru einfeldningsleg og gölluð og var raunar þegar búið að svara þeim öllum, annað hvort með breytingartillögum stjórnarandstöðunnar eða með álitum sérfræðinga. Kjarni málsins var einfaldlega sá að þetta einfalda mál, mál sem varðar grundvallarmannréttindi jaðarsettra hópa, varð rammpólitískt í augum stjórnarflokkanna. Siðferðislega hliðin Afglæpavæðing neysluskammta er í raun ekki svo róttæk. Í stað þess að refsa veiku fólki er verið að beina því að heilbrigðiskerfinu og auðvelda því að leita sér meðferðar. Hvers vegna er þetta eiginlega svona mikið mál? Jú, það er að sjálfsögðu pólitíkin að baki þessu öllu. Það að koma fram við neytendur vímuefna eins og manneskjur en ekki eins og glæpamenn varð pólitískt mál, mál sem þótti of pólitískt áhættusamt að hleypa í gegn svo stuttu fyrir kosningar. Mál sem mátti ekki klára á þessu kjörtímabili þrátt fyrir að tveir af þremur stjórnarflokkum séu með þetta í stefnuskránni sinni ásamt því að hafa þetta í stjórnarsáttmála. Afglæpavæðing á vörslu neysluskammta er ekki fordæmalaus aðgerð, heldur hefur hún skilað árangri í öðrum löndum sem hafa farið svipaða leið. Vímuefnaneytendur eru oft í viðkvæmri stöðu og þurfa hjálp þar sem að oftar en ekki eru þau einnig að kljást við geðræn vandamál. Þau leiða síðan til þess að annað hvort er sótt í vímuefni til að deyfa sársaukann eða gera það erfiðara að hætta neyslunni. Stundum hreinlega ómögulegt. Staðreyndin er sú að vímuefnaneytendur njóta ekki sömu mannréttinda og aðrir borgarar. Alþingi hefur ekki enn sýnt viljann til að koma fram við þau með virðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi. Léttvæg mótrök Þegar frumvarpið var tekið fyrir á Alþingi þann 29. júní 2020 var ég, annars árs laganemi á þeim tíma sem ætlaði sér alls ekki út í pólitík strax, að fylgjast með útsendingunni heima. Ég var ekki með neina gríðarlega þekkingu á málaflokknum - mér fannst í rauninni bara einfalt og sjálfsagt mál að hætta að refsa vímuefnanotendum. Það hjálpar jaðarsettum hópum ekki neitt að beita þá hörku, er það nokkuð? Ég horfði á þingmenn og stjórnarliða sem voru mótfallnir frumvarpinu fara upp í pontu og bera fyrir sig gagnrýni sem var svo léttvæg og smávægileg í stóra samhenginu að ég trúði varla að þeim væri alvara. Ég vissi nákvæmlega hvað væri að eiga sér stað. Ríkisstjórnin ætlaði sér aldrei að láta afglæpavæðingu neysluskammta verða að veruleika á þessu kjörtímabili og var að dansa pólitískan leik í kringum frumvarpið. Sama ríkisstjórn og sagðist í stjórnarsáttmálanum sínum ætla að „snúa af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna.” Mér fannst svörin við þessum rökum hjá andstæðingum frumvarpsins augljós, jafnvel þegar ég horfði á útsendinguna. Felldu breytinguna sem þeir vildu Ein helstu rök stjórnarliðanna gegn frumvarpinu voru að ekki var búið að skilgreina magn neysluskammta. Þessu var auðsvarað. Einfaldasta og eðlilegasta lausnin hefði verið að setja reglugerðarheimild fyrir heilbrigðisráðherra um skilgreiningu neysluskammta fyrir hvert vímuefni. Ráðherra myndi ekki slumpa á skammtastærðina einn síns liðs, heldur gera það í samráði við þau samtök sem hafa vit á aðstæðum vímuefnaneytenda. Það er líka hálf furðuleg tilhugsun að ætla að hafa þessa skilgreiningu í lögum. Ef aðstæður vímuefnaneytenda myndu breytast ætti þá að kalla saman Alþingi, hlusta á hálaunafólk á miðjum aldri rökræða hvað jaðarsettur hópur má hafa mörg grömm í vasanum og reyna að ná einhverri þverpólítískri sátt um það í gegnum þrjár umræður? Það væri einfaldlega miklu eðlilegra að skilgreina magnið í reglugerð. Minnihluti velferðarnefndar Alþingis, undir forystu þingmanns Pírata, lögðu einmitt fram breytingartillögu við frumvarpið um nákvæmlega þetta: Að ráðherra yrði gert kleift að skilgreina neysluskammta í reglugerð. En sú tillaga var felld. Stjórnarliðarnir kvörtuðu undan einhverju sem vantaði í frumvarpið, en felldu svo tillöguna um að laga það. Gagnrýni stjórnarliða var öll á jafn auðsvaranlegum nótum, eins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, rakti í þessari grein á sínum tíma. Ár í vaskinn Stuttu seinna byrjaði heilbrigðisráðherra að vinna í sínu eigin frumvarpi sama efnis. Hún sagði að sitt frumvarp yrði betur útfært og að þar yrðu öll vafaatriðin útkljáð. Nema að það frumvarp komst aldrei úr nefnd. Frumvarpið dó við þingrof og verður því að leggja það fram aftur á næsta kjörtímabili. Þess má geta að það sem meirihlutinn taldi að væri „illa unnið” við frumvarp Pírata var hægt að leysa með því að samþykkja breytingartillögur Pírata - en eins og áður segir var breytingartillagan einnig felld. Í rauninni var frumvarp heilbrigðisráðherra að mestu leyti samhljóða frumvarpi Pírata, með áorðnum breytingartillögum. Heilbrigðisráðherra kom með sömu lausnir og Píratar höfðu lagt til ári áður. Ár sem hefði getað einkennst af mannúð í garð vímuefnaneytenda, ef pólitík stjórnarliða hefði ekki verið að þvælast fyrir. Tvö fullunnin frumvörp á lager Á næsta kjörtímabili eru því tvö frumvörp sem eru bæði fullunnin og tilbúin. Ég neita að trúa því að þessi pólitíski leikur í kringum afglæpavæðingu neysluskammta geti haldið áfram í fjögur ár í viðbót. Alþingi þarf að standa vörð um velferð vímuefnaneytenda, þetta er jaðarsettur hópur sem þarf hjálp - ekki hegningu. Ég trúi því einlæglega að afglæpavæðing neysluskammta sé fjárfesting í manneskjum, við værum að eyða ótta samfélagsins við vímuefnaneytendur án þess að eyða óttanum við vímuefnin sjálf. Með því að líta á neytendur sem manneskjur auðveldum við þeim að komast af jaðrinum og aftur inn í samfélagið, þar sem við viljum hafa þá. Refsingar munu aðeins ýta neytendum lengra undir yfirborðið, þar sem við viljum alls ekki hafa þá. Næsta laugardag gefst okkur tækifæri til að skipta um stefnu. Tækifæri til að hætta að refsa fólki sem þarf alls ekki á refsingum að halda. Píratar hafa alltaf staðið fyrir mannúð, líka þegar stjórnmálunum þykir það pólitískt óþægilegt. Við ætlum að halda því áfram. Það er löngu tímabært að koma fram við vímuefnaneytendur sem manneskjur. Það er til skammar hvað það tók langan tíma að byrja þetta samtal og enn meira til skammar hvað það tekur langan tíma að klára það. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun