Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. september 2021 13:12 Björn Rúnar Lúðvíksson er meðal fjögurra yfirlækna sem hafa áhyggjur af nýjum Landspítala. vísir/vilhelm Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15
Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01