Kæri Bjarni. Opnaðu augun! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. september 2021 12:31 Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun