Velkomin heim Heiða Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 14:30 Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun