Álfrún Gunnlaugsdóttir fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2021 13:42 Álfrún Gunnlaugsdóttir var heiðruð með Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2018 fyrir framlag til íslenskra bókemnnta og kennslu bókmennta. Forlagið Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrsti kennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands er látin 83 ára að aldri. Gauti Kristmannsson, prófessor við hugvísindasvið HÍ og vinur Álfrúnar, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Álfrún fæddist í Reykjavík árið 1938 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958. Álfrún lauk Lic. en fil. y en letras-prófi frá Universidad de Barcelona árið 1965 og Dr. Phil.-prófi frá Universidad Autónoma de Barcelona árið 1970. Álfrún vann að doktorsritgerð við Háskólann í Lausanne í Sviss 1966-70. Ritgerðin ber titilinn Tristán en el Norte og kom út hjá Stofnun Árna Magnússonar árið 1978. Hún var lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands 1971-77 og var hún fyrsta konan sem ráðin var í fasta stöðu hjá heimspekideild háskólans. Hún var dósent í sömu grein 1977-87 og prófessor frá 1988 til 2006 þegar hún lét af störfum. Á haustmisseri 2002 gegndi hún einnig stöðu skorarformanns við bókmennta- og málvísindaskor heimspekideildar HÍ eins og kemur fram á vefnum Skáld.is. Álfrún sendi frá sér átta skáldverk, fyrst smásagnasafnið Af manna völdum. Tilbrigði við stef 1982 og síðan komu út eftir hana sjö skáldsögur. Álfrún hlaut bókmenntaverðlaun DV 1985 fyrir aðra bók sína, skáldsöguna Þel. Þrisvar voru skáldsögur hennar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Hringsól , Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið. Sú síðastnefnda var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 sem og skáldsagan Rán árið 2008. Hún þýddi eina skáldsögu úr spænsku og skrifaði einnig greinar í fræðirit. Verk eftir hana hafa verið þýdd á erlend tungumál. Álfrún var gerð að heiðursdoktor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 1. desember 2010 og hún var heiðruð með Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi 1. janúar 2018. Álfrún var búsett á Seltjarnarnesi. Bókmenntir Andlát Háskólar Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Um minni og gleymsku Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. 5. nóvember 2012 15:02 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Álfrún fæddist í Reykjavík árið 1938 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958. Álfrún lauk Lic. en fil. y en letras-prófi frá Universidad de Barcelona árið 1965 og Dr. Phil.-prófi frá Universidad Autónoma de Barcelona árið 1970. Álfrún vann að doktorsritgerð við Háskólann í Lausanne í Sviss 1966-70. Ritgerðin ber titilinn Tristán en el Norte og kom út hjá Stofnun Árna Magnússonar árið 1978. Hún var lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands 1971-77 og var hún fyrsta konan sem ráðin var í fasta stöðu hjá heimspekideild háskólans. Hún var dósent í sömu grein 1977-87 og prófessor frá 1988 til 2006 þegar hún lét af störfum. Á haustmisseri 2002 gegndi hún einnig stöðu skorarformanns við bókmennta- og málvísindaskor heimspekideildar HÍ eins og kemur fram á vefnum Skáld.is. Álfrún sendi frá sér átta skáldverk, fyrst smásagnasafnið Af manna völdum. Tilbrigði við stef 1982 og síðan komu út eftir hana sjö skáldsögur. Álfrún hlaut bókmenntaverðlaun DV 1985 fyrir aðra bók sína, skáldsöguna Þel. Þrisvar voru skáldsögur hennar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Hringsól , Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið. Sú síðastnefnda var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 sem og skáldsagan Rán árið 2008. Hún þýddi eina skáldsögu úr spænsku og skrifaði einnig greinar í fræðirit. Verk eftir hana hafa verið þýdd á erlend tungumál. Álfrún var gerð að heiðursdoktor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 1. desember 2010 og hún var heiðruð með Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi 1. janúar 2018. Álfrún var búsett á Seltjarnarnesi.
Bókmenntir Andlát Háskólar Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Um minni og gleymsku Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. 5. nóvember 2012 15:02 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44
Um minni og gleymsku Sagan gerist á nokkrum tímasviðum, en sögukona rifjar upp ævi sína frá því að hún er lítil stúlka þar til hún eignast mann og börn og lesendur fá að fylgjast með því hvernig líf hennar hefur þróast. 5. nóvember 2012 15:02