Grímuskylda í leikskólum borgarinnar að minnsta kosti fram að mánaðamótum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2021 09:32 Grímuskylda verður áfram í gildi á leikskólum Reykjavíkurborgar, að minnsta kosti fram að mánaðamótum. Vísir/Vilhelm Ákveðið var á fundi hjá Reykjavíkurborg í morgun að viðhalda og ítreka grímuskyldu í leik- og grunnskólum borgarinnar fram að mánaðamótum. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að flestir þeir sem sæta einangrun þessa dagana eru börn á yngsta og miðstigi grunnskóla. Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira