Er Viðreisn bændaflokkur? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 14. september 2021 12:31 Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun