Samtal við múkkann um lýðræðið Sigurður Páll Jónsson skrifar 14. september 2021 14:01 Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun