Samtal við múkkann um lýðræðið Sigurður Páll Jónsson skrifar 14. september 2021 14:01 Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar