Frelsi frá krónunni Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 14. september 2021 08:01 Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun