„Það var bara allt kreisí“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina. Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki. Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur. Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur.
Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira