Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest Halla Helgadóttir skrifar 13. september 2021 08:01 Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Arkitektúr Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun