Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2021 20:11 Guðný Emilíana Tórshamar var ein af stelpunum, sem sá um að myndskreyta ruslatunnurnar í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar. Vestmanneyingar virðast eiga lausn á öllum málum og eru oftar en ekki frumlegir þegar það þarf að bregðast við einhverju, sem þeir eru ekki sáttir við. Ruslatunnur Vestmannaeyjabæjar sem eru á ljósastaurum víðs vegar í bænum eru hefðbundnar ruslatunnur eins og sjást svo víða um land. Eyjamenn vildu láta sínar tunnur skera sig úr og því var ákveðið að myndskreyta þær í sumar og tókst verkefnið frábærlega. Þrjár listrænar stelpur unnu verkið í sumarstarfi hjá bænum. „Já, við tókum grænu tunnurnar og lífguðum upp á þær með því að myndskreyta þær, hafa þetta svolítið fjölbreytt í staðinn fyrir að hafa bara grænar tunnur út í bæ. Þetta er mest fígúrur og dýr, allt litríkt, sem vakið hefur mikla athygli,“ segir Guðný Emilíana Tórshamar, sem er ein af þeim, sem myndskreytti tunnurnar. Fjórar ruslatunnur, sem eiga eftir að fara á ljósastaura og bíða spenntir eftir að fá rusl ofan í sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Tunnurnar vekja mikla athygli og mikla lukku, það er mikil ánægja með þetta verkefni okkar. Við höfum séð að fólk setur rusl miklu meira í tunnurnar og miklu frekar þegar þær eru svo áberandi og aðlaðandi,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar alsæll með tunnurnar. Óskar Guðjón með eina tunnuna en hann segir að verkefnið hafi heppnast einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vestmanneyingar virðast eiga lausn á öllum málum og eru oftar en ekki frumlegir þegar það þarf að bregðast við einhverju, sem þeir eru ekki sáttir við. Ruslatunnur Vestmannaeyjabæjar sem eru á ljósastaurum víðs vegar í bænum eru hefðbundnar ruslatunnur eins og sjást svo víða um land. Eyjamenn vildu láta sínar tunnur skera sig úr og því var ákveðið að myndskreyta þær í sumar og tókst verkefnið frábærlega. Þrjár listrænar stelpur unnu verkið í sumarstarfi hjá bænum. „Já, við tókum grænu tunnurnar og lífguðum upp á þær með því að myndskreyta þær, hafa þetta svolítið fjölbreytt í staðinn fyrir að hafa bara grænar tunnur út í bæ. Þetta er mest fígúrur og dýr, allt litríkt, sem vakið hefur mikla athygli,“ segir Guðný Emilíana Tórshamar, sem er ein af þeim, sem myndskreytti tunnurnar. Fjórar ruslatunnur, sem eiga eftir að fara á ljósastaura og bíða spenntir eftir að fá rusl ofan í sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Tunnurnar vekja mikla athygli og mikla lukku, það er mikil ánægja með þetta verkefni okkar. Við höfum séð að fólk setur rusl miklu meira í tunnurnar og miklu frekar þegar þær eru svo áberandi og aðlaðandi,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar alsæll með tunnurnar. Óskar Guðjón með eina tunnuna en hann segir að verkefnið hafi heppnast einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira