Væri mögulega ekki á lífi hefði nágranninn ekki komið heim í tæka tíð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. september 2021 18:00 Saga Ýr lenti í því erfiða atviki að eldur kviknaði í íbúð hennar á meðan hún svaf. Saga er þakklát fyrir að vera á lífi í dag. Vísir Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á föstudaginn segir magnað að hún sé á lífi. Hún var sofandi þegar nágranni hennar kom óvænt heim og varð eldsins var. Saga Ýr Nazari býr í kjallaraíbúð á Týsgötu í Reykjavík. Á fimmtudaginn fór hún að sofa en vaknaði svo á föstudaginn við það að nágrannakona hennar var að hringja í hana. Þá var kviknað í íbúðinni. Saga fékk reykeitrun. Aðsend „Þetta var allt í svona mikilli móðu þarna í byrjun. Ég er enn þá að fá svona minningar af því hvernig þetta var þegar ég var að vakna. Ég fékk að vita það seinna meir að þegar maður er sofandi og þetta á sér stað svona mikill reykur og brunaslys að þá er enn þá erfiðara að vakna. Vegna þess að þetta er svo mikill súrefnisskortur sem er mjög svæfandi. Þannig ég man eftir sjálfri mér að vakna og detta svona inn og út meðvitund og svo loksins náði ég að bara vakna og rísa á fætur. Ég lá bara í rúminu mínu. Það er út af því að nágranni minn sem sagt var að hringja í mig.“ Í fyrstu sá hún lítið út af reyknum. „Ég sé rétt svo útlínur á öllu og ég er með hana í símanum og hún er bara á taugum. Hvar ertu og ég bara heima og hún segir við mig komdu þér út, komdu þér út, komdu þér út.“ Fegin að enginn annar hafi verið í húsinu Þegar Saga náði loksins áttum reyndi hún að finna föt til að henda yfir sig og koma sér út úr herberginu. Mikið sót er upp um alla veggi í íbúðinni. Aðsend „Sé varla neitt en síðan þegar ég opna hurðina fram úr svefnherberginu mínu þá sé ég ekkert. Ég sé ekki gólfið. Ég sé ekki loftið. Ég sé ekki veggina. Ég sé ekkert og það var orðið svo vont að anda að mér sveið. Það sveið svo ótrúlega að anda inn og þarna fékk ég svona panikk. Vegna þess að ég reyndi að nota flass í símanum mínum til þess að sjá eitthvað en það var eins og að reykurinn varð svona svarthol fyrir þetta ljós.“ Saga segir að hún hafi þá lokað sig af inn í herbergi og ekki þorað fram. Nágrannakona hennar sem var enn í símanum sagði henni þá að hún yrði að drífa sig strax út. Saga náð að lokum að halda andanum inni og komast í gegnum reykinn út úr íbúðinni. „Áður en ég vissi af því þá var ég bara á jörðinni fyrir utan og sjúkrabíll og lögreglan kom og ég var bara í áfalli í sjúkrabílnum.“ Sögu var gefið súrefni en hún fékk reykeitrun. Hún segist þakklát fyrir að enginn annar hafi verið í húsinu þegar kviknaði í. Væri mögulega ekki á lífi Það var eiginmaður nágrannakonunnar sem varð fyrst eldsins var. Hann hafði farið stuttlega heim úr vinnunni til að fara á klósettið en hann var að vinna þar skammt frá. Þegar hann varð eldsins var hringdi hann í eiginkonu sína sem var í vinnunni en hún vissi hvert símanúmer Sögu var og hringdi strax í hana. Mikið sót er í íbúðinni hennar Sögu.Aðsend Saga segir í raun ótrúlegt að eldsins hafi orðið vart í tæka tíð. „Þetta var eitthvað allt svo magnað. Einmitt var hundurinn ekki hjá mér þú veist og hurðin var lokuð inn í svefnherbergi og að hjónin nágrannar mínir að maðurinn hafi ákveðið að kíkja heim á þessum tíma. Að konan hans skuli akkúrat vera laus í vinnunni til þess að geta hringt í mig. Þetta var bara fáránlegt hvað ég slapp vel.“ Hún segir að ef nágranninn hefði ekki komið á þessum tíma og tekið eftir þessu þá væri hún mögulega ekki á lífi í dag. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig eldurinn kom upp en unnið er að rannsókn þess. Eldurinn kom upp í eldhúsinu en mögulega kviknaði í út frá sprittkerti. „Ég man ekki að hvort ég hafi slökkt á því eða ekki en ef það var það þá var þetta bara ótrúlega lítið og saklaust kerti sem oft slekkur bara af sjálfum sér.“ Hefði skipt sköpum hefði reykskynjari verið í íbúðinni Enginn reykskynjari var í íbúðinni en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu minnti á mikilvægi þess á Facebook-síðu sinn í gær að reykskynjarar séu í öllum herbergjum. Saga segir að það hefði skipt sköpum ef reykskynjari hefði verið í íbúðinni og að hún hafi ekki hafa áttað sig á að lífsnauðsynlegt sé að vera með reykskynjara. „Vegna þess að reykskynjari er náttúrulega búinn til til þess að vera með nístandi hljóð þannig þú í rauninni ættir ekki að geta annað en að vakna. Það ætti náttúrulega bara að vera kommon sense að það sé reykskynjari allstaðar.“ Saga segist sannfærð um að einhver hafi haldið verndarhendi yfir henni. Í gær fangaði hún svo 23 ára afmæli sínu og segir hún afmælisdaginn hafa verið sérstakan þar sem hún sé enn að vinna úr þessari lífsreynslu. „Að fagna afmælisdeginum bara ég er á lífi í dag og það er heldur betur ástæða til þess að fagna því.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10. september 2021 20:10 Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10. september 2021 14:37 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Saga Ýr Nazari býr í kjallaraíbúð á Týsgötu í Reykjavík. Á fimmtudaginn fór hún að sofa en vaknaði svo á föstudaginn við það að nágrannakona hennar var að hringja í hana. Þá var kviknað í íbúðinni. Saga fékk reykeitrun. Aðsend „Þetta var allt í svona mikilli móðu þarna í byrjun. Ég er enn þá að fá svona minningar af því hvernig þetta var þegar ég var að vakna. Ég fékk að vita það seinna meir að þegar maður er sofandi og þetta á sér stað svona mikill reykur og brunaslys að þá er enn þá erfiðara að vakna. Vegna þess að þetta er svo mikill súrefnisskortur sem er mjög svæfandi. Þannig ég man eftir sjálfri mér að vakna og detta svona inn og út meðvitund og svo loksins náði ég að bara vakna og rísa á fætur. Ég lá bara í rúminu mínu. Það er út af því að nágranni minn sem sagt var að hringja í mig.“ Í fyrstu sá hún lítið út af reyknum. „Ég sé rétt svo útlínur á öllu og ég er með hana í símanum og hún er bara á taugum. Hvar ertu og ég bara heima og hún segir við mig komdu þér út, komdu þér út, komdu þér út.“ Fegin að enginn annar hafi verið í húsinu Þegar Saga náði loksins áttum reyndi hún að finna föt til að henda yfir sig og koma sér út úr herberginu. Mikið sót er upp um alla veggi í íbúðinni. Aðsend „Sé varla neitt en síðan þegar ég opna hurðina fram úr svefnherberginu mínu þá sé ég ekkert. Ég sé ekki gólfið. Ég sé ekki loftið. Ég sé ekki veggina. Ég sé ekkert og það var orðið svo vont að anda að mér sveið. Það sveið svo ótrúlega að anda inn og þarna fékk ég svona panikk. Vegna þess að ég reyndi að nota flass í símanum mínum til þess að sjá eitthvað en það var eins og að reykurinn varð svona svarthol fyrir þetta ljós.“ Saga segir að hún hafi þá lokað sig af inn í herbergi og ekki þorað fram. Nágrannakona hennar sem var enn í símanum sagði henni þá að hún yrði að drífa sig strax út. Saga náð að lokum að halda andanum inni og komast í gegnum reykinn út úr íbúðinni. „Áður en ég vissi af því þá var ég bara á jörðinni fyrir utan og sjúkrabíll og lögreglan kom og ég var bara í áfalli í sjúkrabílnum.“ Sögu var gefið súrefni en hún fékk reykeitrun. Hún segist þakklát fyrir að enginn annar hafi verið í húsinu þegar kviknaði í. Væri mögulega ekki á lífi Það var eiginmaður nágrannakonunnar sem varð fyrst eldsins var. Hann hafði farið stuttlega heim úr vinnunni til að fara á klósettið en hann var að vinna þar skammt frá. Þegar hann varð eldsins var hringdi hann í eiginkonu sína sem var í vinnunni en hún vissi hvert símanúmer Sögu var og hringdi strax í hana. Mikið sót er í íbúðinni hennar Sögu.Aðsend Saga segir í raun ótrúlegt að eldsins hafi orðið vart í tæka tíð. „Þetta var eitthvað allt svo magnað. Einmitt var hundurinn ekki hjá mér þú veist og hurðin var lokuð inn í svefnherbergi og að hjónin nágrannar mínir að maðurinn hafi ákveðið að kíkja heim á þessum tíma. Að konan hans skuli akkúrat vera laus í vinnunni til þess að geta hringt í mig. Þetta var bara fáránlegt hvað ég slapp vel.“ Hún segir að ef nágranninn hefði ekki komið á þessum tíma og tekið eftir þessu þá væri hún mögulega ekki á lífi í dag. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig eldurinn kom upp en unnið er að rannsókn þess. Eldurinn kom upp í eldhúsinu en mögulega kviknaði í út frá sprittkerti. „Ég man ekki að hvort ég hafi slökkt á því eða ekki en ef það var það þá var þetta bara ótrúlega lítið og saklaust kerti sem oft slekkur bara af sjálfum sér.“ Hefði skipt sköpum hefði reykskynjari verið í íbúðinni Enginn reykskynjari var í íbúðinni en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu minnti á mikilvægi þess á Facebook-síðu sinn í gær að reykskynjarar séu í öllum herbergjum. Saga segir að það hefði skipt sköpum ef reykskynjari hefði verið í íbúðinni og að hún hafi ekki hafa áttað sig á að lífsnauðsynlegt sé að vera með reykskynjara. „Vegna þess að reykskynjari er náttúrulega búinn til til þess að vera með nístandi hljóð þannig þú í rauninni ættir ekki að geta annað en að vakna. Það ætti náttúrulega bara að vera kommon sense að það sé reykskynjari allstaðar.“ Saga segist sannfærð um að einhver hafi haldið verndarhendi yfir henni. Í gær fangaði hún svo 23 ára afmæli sínu og segir hún afmælisdaginn hafa verið sérstakan þar sem hún sé enn að vinna úr þessari lífsreynslu. „Að fagna afmælisdeginum bara ég er á lífi í dag og það er heldur betur ástæða til þess að fagna því.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10. september 2021 20:10 Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10. september 2021 14:37 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10. september 2021 20:10
Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10. september 2021 14:37