Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. september 2021 12:31 Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar