Loftslagsboðorðin þrjú: Minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla Tinna Traustadóttir og Sólveig Kr. Bergmann skrifa 11. september 2021 12:00 Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Loftslagsboðorðin þrjú eru minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla. Og þau eru að miklu leyti á ábyrgð okkar sjálfra. Þau okkar sem geta gert meira verða að gera meira. Þar erum við Íslendingar í einstakri stöðu fyrir margra hluta sakir. Afgerandi hluti kolefnislosunar í heiminum er til kominn vegna brennslu jarðefnaeldsneytis: kola, olíu og jarðgass. Eldsneytis er þörf til að drífa bíla, skip og flugvélar og eins eru margar þjóðir háðar þessu eldsneyti til að framleiða raforku. Allt sem hægt er að gera til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er því skref í rétta átt. Grænasta ál í heimi Á Íslandi er nánast öll raforka unnin með sjálfbærum hætti úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að við erum vel í stakk búin til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn eða rafeldsneyti. En þessi sérstaða okkar þýðir líka að iðnaður af ýmsu tagi er með mun minna kolefnisfótspor hér á landi en annars staðar, vegna þess að raforkan er græn. Þetta á ekki síst við um iðnað sem krefst mikillar raforku. Inn í þann flokk fellur álframleiðsla. Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku. Álvinnsla er orkufrek og því er kolefnisfótspor álframleiðslu á heimsvísu hátt, vegna þess hvaðan raforkan kemur. Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. En álið er nauðsynlegt, því það gegnir lykilhlutverki í orkuskiptum og orkusparnaði í heiminum öllum. Með því að skipta út stáli fyrir ál í bílum og flugvélum eru farartækin gerð léttari og sparneytnari. Þau sem enn brenna jarðefnaeldsneyti þurfa minna af því og rafbílar úr áli drífa lengra en þyngri bifreiðar. Ál hefur einnig þann stóra kost að það er hægt að endurvinna það nær endalaust en um 75% af öllu áli sem unnið hefur verið frá upphafi er enn í notkun. Með því að framleiða græna, endurnýjanlega raforku og nota hana til að framleiða ál erum við í raun að leggja sama lóðið oft á vogarskálar loftslagsins. Hver hlekkur keðjunnar skiptir máli En það er gríðarlega mikilvægt í þessu sem öðru að láta ekki gott heita, heldur leita sífellt að leiðum til að bæta sig. Sem dæmi um slíkt er framleiðsluvara Norðuráls, Natur-AlTM. Við framleiðslu á Natur-Al áli er rýnt í alla virðiskeðjuna, frá því að báxít er grafið úr jörðu og þar til álið er komið í hendur viðskiptavinarins. Miðað við þá tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál á umhverfisvænni hátt. Norðurál og önnur íslensk álver eru þátttakendur í nokkrum verkefnum þ.á.m. CarbFix þar sem lausna er leitað til að draga enn frekar úr losun koldíoxíðs við álframleiðslu. Við framleiðsluna að baki Natur-Al fellur til fjórum sinnum minna koldíoxíð en að jafnaði í heiminum, eða um fjögur tonn af koldíoxíði á tonn af áli. Meðaltalið er 18 tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í Kína fer koldíoxíðmagnið í 20 tonn þegar álverin eru knúin með orku úr kolum. Grænt ál í rafbíla Viðtökurnar við Natur-Al hafa verið góðar. Norðurál gerði á þessu ári sölusamning við austurríska fyrirtækið Hammerer Aluminium Industries, um alls 150 þúsund tonn af Natur-Al, en álið verður notað við smíði rafbíla. Samningurinn vakti mikla athygli, enda um að ræða fyrsta langtímasamninginn um sölu á grænu áli í heiminum, og sýnir svart á hvítu aukinn áhuga stórra framleiðslufyrirtækja á grænu áli. Þetta gefur fyrirheit um að markaðurinn sé tilbúinn að greiða aukalega fyrir græna orku og græna framleiðslu. Áframvinnsla áls með grænni orku Önnur leið til að nýta grænu orkuna okkar betur er að vinna meiri og verðmætari vörur úr álinu sem framleitt er hér á landi. Í sumar var nýr raforkusamningur undirritaður milli Landsvirkjunar og Norðuráls, sem gerir Norðuráli kleift að ráðast í 15 milljarða fjárfestingaverkefni í tengslum við nýja framleiðslulínu í steypuskála þar sem framleiddar verða álstangir til þess að mæta mikilli eftirspurn frá viðskiptavinum í Evrópu. Álstangirnar verða svo nýttar í hinar ýmsu vörur eins og bíla, flugvélar, raftæki og byggingar. Þetta er áframvinnsla á álinu, en ekki aukning á álframleiðslu. Þetta er virðisaukandi, því álstangirnar eru verðmætari en hleifarnir sem steyptir eru í núverandi steypuskála. Með því að framleiða álstangirnar hér með endurnýjanlegri raforku í stað þess að senda hleifa erlendis, bræða þá þar og framleiða álstangir með annarri orku er einnig verið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Með þessu samstarfi Norðuráls og Landsvirkjunar er því verið að stuðla að því að meira af virði framleiðslunnar verði til á Íslandi og verði eftir á Íslandi okkur öllum og umhverfinu í hag. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Sólveig er yfirmaður samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tinna Traustadóttir Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Loftslagsboðorðin þrjú eru minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla. Og þau eru að miklu leyti á ábyrgð okkar sjálfra. Þau okkar sem geta gert meira verða að gera meira. Þar erum við Íslendingar í einstakri stöðu fyrir margra hluta sakir. Afgerandi hluti kolefnislosunar í heiminum er til kominn vegna brennslu jarðefnaeldsneytis: kola, olíu og jarðgass. Eldsneytis er þörf til að drífa bíla, skip og flugvélar og eins eru margar þjóðir háðar þessu eldsneyti til að framleiða raforku. Allt sem hægt er að gera til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er því skref í rétta átt. Grænasta ál í heimi Á Íslandi er nánast öll raforka unnin með sjálfbærum hætti úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að við erum vel í stakk búin til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn eða rafeldsneyti. En þessi sérstaða okkar þýðir líka að iðnaður af ýmsu tagi er með mun minna kolefnisfótspor hér á landi en annars staðar, vegna þess að raforkan er græn. Þetta á ekki síst við um iðnað sem krefst mikillar raforku. Inn í þann flokk fellur álframleiðsla. Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku. Álvinnsla er orkufrek og því er kolefnisfótspor álframleiðslu á heimsvísu hátt, vegna þess hvaðan raforkan kemur. Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. En álið er nauðsynlegt, því það gegnir lykilhlutverki í orkuskiptum og orkusparnaði í heiminum öllum. Með því að skipta út stáli fyrir ál í bílum og flugvélum eru farartækin gerð léttari og sparneytnari. Þau sem enn brenna jarðefnaeldsneyti þurfa minna af því og rafbílar úr áli drífa lengra en þyngri bifreiðar. Ál hefur einnig þann stóra kost að það er hægt að endurvinna það nær endalaust en um 75% af öllu áli sem unnið hefur verið frá upphafi er enn í notkun. Með því að framleiða græna, endurnýjanlega raforku og nota hana til að framleiða ál erum við í raun að leggja sama lóðið oft á vogarskálar loftslagsins. Hver hlekkur keðjunnar skiptir máli En það er gríðarlega mikilvægt í þessu sem öðru að láta ekki gott heita, heldur leita sífellt að leiðum til að bæta sig. Sem dæmi um slíkt er framleiðsluvara Norðuráls, Natur-AlTM. Við framleiðslu á Natur-Al áli er rýnt í alla virðiskeðjuna, frá því að báxít er grafið úr jörðu og þar til álið er komið í hendur viðskiptavinarins. Miðað við þá tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál á umhverfisvænni hátt. Norðurál og önnur íslensk álver eru þátttakendur í nokkrum verkefnum þ.á.m. CarbFix þar sem lausna er leitað til að draga enn frekar úr losun koldíoxíðs við álframleiðslu. Við framleiðsluna að baki Natur-Al fellur til fjórum sinnum minna koldíoxíð en að jafnaði í heiminum, eða um fjögur tonn af koldíoxíði á tonn af áli. Meðaltalið er 18 tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í Kína fer koldíoxíðmagnið í 20 tonn þegar álverin eru knúin með orku úr kolum. Grænt ál í rafbíla Viðtökurnar við Natur-Al hafa verið góðar. Norðurál gerði á þessu ári sölusamning við austurríska fyrirtækið Hammerer Aluminium Industries, um alls 150 þúsund tonn af Natur-Al, en álið verður notað við smíði rafbíla. Samningurinn vakti mikla athygli, enda um að ræða fyrsta langtímasamninginn um sölu á grænu áli í heiminum, og sýnir svart á hvítu aukinn áhuga stórra framleiðslufyrirtækja á grænu áli. Þetta gefur fyrirheit um að markaðurinn sé tilbúinn að greiða aukalega fyrir græna orku og græna framleiðslu. Áframvinnsla áls með grænni orku Önnur leið til að nýta grænu orkuna okkar betur er að vinna meiri og verðmætari vörur úr álinu sem framleitt er hér á landi. Í sumar var nýr raforkusamningur undirritaður milli Landsvirkjunar og Norðuráls, sem gerir Norðuráli kleift að ráðast í 15 milljarða fjárfestingaverkefni í tengslum við nýja framleiðslulínu í steypuskála þar sem framleiddar verða álstangir til þess að mæta mikilli eftirspurn frá viðskiptavinum í Evrópu. Álstangirnar verða svo nýttar í hinar ýmsu vörur eins og bíla, flugvélar, raftæki og byggingar. Þetta er áframvinnsla á álinu, en ekki aukning á álframleiðslu. Þetta er virðisaukandi, því álstangirnar eru verðmætari en hleifarnir sem steyptir eru í núverandi steypuskála. Með því að framleiða álstangirnar hér með endurnýjanlegri raforku í stað þess að senda hleifa erlendis, bræða þá þar og framleiða álstangir með annarri orku er einnig verið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Með þessu samstarfi Norðuráls og Landsvirkjunar er því verið að stuðla að því að meira af virði framleiðslunnar verði til á Íslandi og verði eftir á Íslandi okkur öllum og umhverfinu í hag. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Sólveig er yfirmaður samskipta hjá Norðuráli.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun