Samfylkingin og ASÍ eiga samleið Kjartan Valgarðsson skrifar 10. september 2021 17:30 Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Kjartan Valgarðsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun