Heilbrigðisráðherra lætur kanna möguleika á nýrri geðdeildarbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2021 12:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta gera úttekt á húsnæði geðdeilda Landspítala og láta kanna hvort byggja eigi nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Vísir Heilbrigðisráðherra hefur falið þeim sem sjá um byggingu á nýjum Landspítala að gera úttekt á núverandi húsnæði geðþjónustunnar og kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Hún útilokar ekki að nýtt húsnæði fyrir geðsviðið rísi á næstu árum. Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01