Eru sjómenn annars flokks? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 10. september 2021 12:00 Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun