Eru sjómenn annars flokks? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 10. september 2021 12:00 Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar