Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. september 2021 08:31 Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði. Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni, þar á meðal á Suðurlandi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur sjúkrahús á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Á Selfossi er legudeild með sjúkrarýmum, hjúkrunardeild og líknarrýmum, í Vestmannaeyjum er legudeild með sjúkrarýmun og hjúkrunarrýmum og á báðum stöðum er boðið upp á ljósmæðrastýrða fæðingarþjónustu. Öflugt göngudeildarstarf er á Selfossi þar sem m.a. er veitt krabbameinsþjónusta og slysa- og bráðamóttaka er opin allan sólarhringinn. Bráðamóttakan þjónar svæðinu frá Höfn að Hveragerði, auk þess sem sumarhúsabyggð og mikill fjöldi ferðamanna á svæðinu veldur því að margir sem ekki eiga lögheimili í umdæminu leita aðstoðar á bráðamótttökunni. Fjármagn til HSU hefur verið aukið um 19,7% á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Nú er unnið að endurbótum og stækkun á heilbrigðisstofnuninni sjálfri, sem mun skila sér í bættum aðbúnaði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Heilbrigðisstofnunin hefur verið leiðandi í veitingu fjarþjónustu, t.d. með Klausturverkefninu, þar sem læknir sem er ekki á staðnum skoðar sjúkling í gegnum fjarbúnað, Rangárþing vinnur nú að tilraunaverkefni um fjarþjónustu í heimahjúkrun auk þess sem augnlæknaþjónusta er veitt í Vestmannaeyjum í gegnum fjarbúnað. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 og á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Fyrir þetta aukna fjármagn til tækjakaupa hefur HSU til dæmis sett upp nýjan tækjabúnað á rannsóknarstofunni á Selfossi, keypt nýjan röntgen-myndgreiningarbúnað í Vestmannaeyjum, og endurnýjað röntgentæki á Höfn. Á HSU hafa einnig verið opnuð fjögur líknarrými í takt við áherslur í líknarþjónustu og fjármagn var aukið til heilsueflandi móttaka fyrir eldri íbúa á kjörtímabilinu á árunum 2020 og 2021. HSU rekur 9 heilsugæslustöðvar um allt Suðurland en heilsugæslan gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Nú er unnið að endurbótum á húsnæði á heilsugæslum víða í umdæminu. Mikilvæg þjónusta við aldraða Heilbrigðisumdæmi Suðurlands stendur nú þegar nokkuð vel hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma á hverja 1000 íbúa 80 ára og eldri og biðtími eftir hjúkrunarrými er þar einna stystur á landsvísu. Á Suðurlandi hefur þó verið unnið að uppbyggingu þjónustu við aldraða með byggingu hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Framkvæmdir standa yfir við nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili á Höfn, sem mun leysa af eldra húsnæði og fjölga hjúkrunarrýmum um sex, en áætlað er að framkvæmdum verði lokið í árslok 2022. Í Árborg er bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis langt komin og áætluð verklok eru nú í árslok. HSU hefur verið falið að reka heimilið. Í samvinnu við Hveragerðisbæ verður einnig ráðist í byggingu hjúkrunarheimilis þar. Með tilkomu heimilisins mun hjúkrunarrýmum fjölga um fjögur á Ási í Hveragerði og aðbúnaður verður bættur í 18 rýmum til viðbótar, í takt við nútímakröfur um einbýli. Í vikunni var svo staðfest sameiginleg viljayfirlýsing mín og sveitarstjórans í Vík í Mýrdal um byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem leysa mun af hólmi þau 15 rými sem fyrir eru á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni. Núverandi húsnæði er barn síns tíma og er langt frá því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um hjúkrunarheimili í dag. Heilbrigðisstofnunin veitir einnig heimahjúkrun á Suðurlandi og dagdvalarrými eru á nokkrum stöðum í umdæminu, þ. á m. á Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Vík, Vestmannaeyjum og Hellu. Öflugri sjúkraflutningar Ég skipaði í október 2019 starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum, sem hafði það hlutverk að móta tillögur að framtíðarskipulagi sjúkraflutninga í samræmi við heilbrigðisstefnu. Hópurinn skilaði sínum tillögum að stefnu í byrjun árs 2020. Nú hafa í ráðuneytinu verið unnin drög að aðgerðaráætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu. Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að stofnuð verði miðstöð um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga sem hafi það hlutverk að samræma þjónustuna á landsvísu. Miðstöðin myndi skapa stjórnunarlega umgjörð um málaflokkinn, sinna ráðgjöf við fagaðila bráðaþjónustunnar í gegnum fjarskipti og sinna gæðaeftirliti með þjónustunni og tryggja viðhaldsmenntun og -þjálfun þeirra aðila sem að henni. Einnig er stefnt að því að hrinda í framkvæmd tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á suð-vesturhorni landsins, vegna umfangs og fjölda útkalla á því svæði í gegnum tíðina. Með sérhæfðri sjúkraþyrlu væri unnt að veita hraðari sérhæfða þjónustu við bráðveika og slasaða á vettvangi. Sjúkraþyrla er hugsuð sem viðbót við og styrking á sjúkrabílum og læknisþjónustu í dreifbýli. Efling geðheilbrigðisþjónustu Sálfræðingum hefur verið fjölgað í umdæminu; úr 2,8 stöðugildum árið 2017 í 5,1 stöðugildi árið 2020, auk þess sem geðheilbrigðisteymi HSU tók formlega til starfa í lok árs 2019. Starfsemi teymisins hefur aukist jafnt og þétt en á tímabilinu október 2019 til október 2020 fengu rúmlega 200 einstaklingar þjónustu hjá geðheilsuteyminu. Markmiðið með því er að veita þverfaglega þjónustu á sviði geðheilbrigðismála og þjónusta teymisins er viðbót við þau úrræði sem hafa verið til staðar innan HSU. Reynslan af starfsemi teymisins sýnir að mikil þörf var fyrir þjónustuna. Geðheilsuteymi fanga var stofnað í árslok 2019 en teymið sinnir geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins, og skiptir meðal annars sköpum fyrir þjónustu við fanga á Litla-Hrauni. Jafnt aðgengi skiptir öllu Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi sannarlega verið styrkt á fjölbreytta vegu og þeirri vinnu þarf að halda áfram á næsta kjörtímabili. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Geðheilbrigði Sjúkraflutningar Eldri borgarar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði. Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni, þar á meðal á Suðurlandi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur sjúkrahús á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Á Selfossi er legudeild með sjúkrarýmum, hjúkrunardeild og líknarrýmum, í Vestmannaeyjum er legudeild með sjúkrarýmun og hjúkrunarrýmum og á báðum stöðum er boðið upp á ljósmæðrastýrða fæðingarþjónustu. Öflugt göngudeildarstarf er á Selfossi þar sem m.a. er veitt krabbameinsþjónusta og slysa- og bráðamóttaka er opin allan sólarhringinn. Bráðamóttakan þjónar svæðinu frá Höfn að Hveragerði, auk þess sem sumarhúsabyggð og mikill fjöldi ferðamanna á svæðinu veldur því að margir sem ekki eiga lögheimili í umdæminu leita aðstoðar á bráðamótttökunni. Fjármagn til HSU hefur verið aukið um 19,7% á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Nú er unnið að endurbótum og stækkun á heilbrigðisstofnuninni sjálfri, sem mun skila sér í bættum aðbúnaði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Heilbrigðisstofnunin hefur verið leiðandi í veitingu fjarþjónustu, t.d. með Klausturverkefninu, þar sem læknir sem er ekki á staðnum skoðar sjúkling í gegnum fjarbúnað, Rangárþing vinnur nú að tilraunaverkefni um fjarþjónustu í heimahjúkrun auk þess sem augnlæknaþjónusta er veitt í Vestmannaeyjum í gegnum fjarbúnað. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 og á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Fyrir þetta aukna fjármagn til tækjakaupa hefur HSU til dæmis sett upp nýjan tækjabúnað á rannsóknarstofunni á Selfossi, keypt nýjan röntgen-myndgreiningarbúnað í Vestmannaeyjum, og endurnýjað röntgentæki á Höfn. Á HSU hafa einnig verið opnuð fjögur líknarrými í takt við áherslur í líknarþjónustu og fjármagn var aukið til heilsueflandi móttaka fyrir eldri íbúa á kjörtímabilinu á árunum 2020 og 2021. HSU rekur 9 heilsugæslustöðvar um allt Suðurland en heilsugæslan gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Nú er unnið að endurbótum á húsnæði á heilsugæslum víða í umdæminu. Mikilvæg þjónusta við aldraða Heilbrigðisumdæmi Suðurlands stendur nú þegar nokkuð vel hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma á hverja 1000 íbúa 80 ára og eldri og biðtími eftir hjúkrunarrými er þar einna stystur á landsvísu. Á Suðurlandi hefur þó verið unnið að uppbyggingu þjónustu við aldraða með byggingu hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Framkvæmdir standa yfir við nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili á Höfn, sem mun leysa af eldra húsnæði og fjölga hjúkrunarrýmum um sex, en áætlað er að framkvæmdum verði lokið í árslok 2022. Í Árborg er bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis langt komin og áætluð verklok eru nú í árslok. HSU hefur verið falið að reka heimilið. Í samvinnu við Hveragerðisbæ verður einnig ráðist í byggingu hjúkrunarheimilis þar. Með tilkomu heimilisins mun hjúkrunarrýmum fjölga um fjögur á Ási í Hveragerði og aðbúnaður verður bættur í 18 rýmum til viðbótar, í takt við nútímakröfur um einbýli. Í vikunni var svo staðfest sameiginleg viljayfirlýsing mín og sveitarstjórans í Vík í Mýrdal um byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem leysa mun af hólmi þau 15 rými sem fyrir eru á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni. Núverandi húsnæði er barn síns tíma og er langt frá því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um hjúkrunarheimili í dag. Heilbrigðisstofnunin veitir einnig heimahjúkrun á Suðurlandi og dagdvalarrými eru á nokkrum stöðum í umdæminu, þ. á m. á Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Vík, Vestmannaeyjum og Hellu. Öflugri sjúkraflutningar Ég skipaði í október 2019 starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum, sem hafði það hlutverk að móta tillögur að framtíðarskipulagi sjúkraflutninga í samræmi við heilbrigðisstefnu. Hópurinn skilaði sínum tillögum að stefnu í byrjun árs 2020. Nú hafa í ráðuneytinu verið unnin drög að aðgerðaráætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu. Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að stofnuð verði miðstöð um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga sem hafi það hlutverk að samræma þjónustuna á landsvísu. Miðstöðin myndi skapa stjórnunarlega umgjörð um málaflokkinn, sinna ráðgjöf við fagaðila bráðaþjónustunnar í gegnum fjarskipti og sinna gæðaeftirliti með þjónustunni og tryggja viðhaldsmenntun og -þjálfun þeirra aðila sem að henni. Einnig er stefnt að því að hrinda í framkvæmd tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á suð-vesturhorni landsins, vegna umfangs og fjölda útkalla á því svæði í gegnum tíðina. Með sérhæfðri sjúkraþyrlu væri unnt að veita hraðari sérhæfða þjónustu við bráðveika og slasaða á vettvangi. Sjúkraþyrla er hugsuð sem viðbót við og styrking á sjúkrabílum og læknisþjónustu í dreifbýli. Efling geðheilbrigðisþjónustu Sálfræðingum hefur verið fjölgað í umdæminu; úr 2,8 stöðugildum árið 2017 í 5,1 stöðugildi árið 2020, auk þess sem geðheilbrigðisteymi HSU tók formlega til starfa í lok árs 2019. Starfsemi teymisins hefur aukist jafnt og þétt en á tímabilinu október 2019 til október 2020 fengu rúmlega 200 einstaklingar þjónustu hjá geðheilsuteyminu. Markmiðið með því er að veita þverfaglega þjónustu á sviði geðheilbrigðismála og þjónusta teymisins er viðbót við þau úrræði sem hafa verið til staðar innan HSU. Reynslan af starfsemi teymisins sýnir að mikil þörf var fyrir þjónustuna. Geðheilsuteymi fanga var stofnað í árslok 2019 en teymið sinnir geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins, og skiptir meðal annars sköpum fyrir þjónustu við fanga á Litla-Hrauni. Jafnt aðgengi skiptir öllu Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi sannarlega verið styrkt á fjölbreytta vegu og þeirri vinnu þarf að halda áfram á næsta kjörtímabili. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun