Brugðið eftir alvarlegar hótanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 12:15 Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins lét lögreglu vita af alvarlegum hótunum í sinn garð á þriðjudag. Vísir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra. Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra.
Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira