Brugðið eftir alvarlegar hótanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 12:15 Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins lét lögreglu vita af alvarlegum hótunum í sinn garð á þriðjudag. Vísir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra. Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra.
Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira