Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 22:50 James Webb-geimsjónaukinn samsettur og tilbúinn fyrir geimförina. Hann verður brotinn saman eins og á myndinni á meðan á ferðalaginu stendur en á áfangastað verður breitt úr risavöxnum speglinum. NASA/Chris Gunn Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02
„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23
NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40