„Mjög spenntur að komast aftur í gamla góða fílinginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 10:02 Haukur Þrastarson í leiknum gegn Haukum þar sem Selfoss tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, segist eiga nokkuð í land með að komast í sitt besta form. Kielce-menn fara sér engu óðslega með Selfyssinginn en hann vonast til að verða orðinn klár í slaginn seinna í þessum mánuði. Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum. Pólski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum.
Pólski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira