Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:46 Samkvæmt könnun Maskínu gæti Bjarni Benediktsson boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn ef Katrín Jakobsdóttir hugsar sér til hreyfings að loknum kosningu. Það yrði eina önnur þriggja flokka stjórnin í boði. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira