Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:46 Samkvæmt könnun Maskínu gæti Bjarni Benediktsson boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn ef Katrín Jakobsdóttir hugsar sér til hreyfings að loknum kosningu. Það yrði eina önnur þriggja flokka stjórnin í boði. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira