Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að um sé að ræða tvö atvik. Fyrst var einn tekinn við komu frá Gdansk í Póllandi með 1.301 töflu, falda í nærfötum sínum, og var sá færður á lögreglustöð til skýrslutöku.
Hinir tveir komu frá Varsjá í lok mánaðar með 833 töflur, einnig faldar í nærbuxum sínum.
Þeir voru handteknir og sættu skýrslutöku.
Húsleit var gerð hjá karlmanni sem talinn var tengjast þeim tveimur síðarnefndu og fundust þar meint fíkniefni og sterar. Að auki talsverðir fjármunir sem voru haldlagðir.
Þá var íslenskur karlmaður handtekinn, einnig í ágústmánuði, þegar hann reyndi að smygla amfetamíni til landsins. Tollverðir fundu pakkningu með efninu í tösku hans við komuna frá Amsterdam í Hollandi. Þá fannst einnig lítið ílát með meintu amfetamíni við líkamsleit á honum. Hann var fluttur til skýrslutöku á lögreglustöð.