Skoðun

Fisk­veiði­stjórn sósíal­ista

Kári Jónsson skrifar

Enn og aftur er alræmda sóunarkerfið (kvótakerfið) eitt af stærstu kosningarmálunum 25.sept. næstkomandi í boði Sósíalistaflokksinns (xJ) enda full ástæða til.

Flokkarnir/fólkið sem er í framboði að undanskildum sósíalistum (xJ) boða engar breytingar á núgildandi fiskveiðistjórn (kvótakerfinu) láta sig engu varða um hvort 37-ára tilraun á sjávar-auðlindinni hafi misfarist skelfilega um uppbyggingu fiskistofna, þrátt fyrir landlægt brottkast sérstaklega 2-3 síðustu mánuði fiskveiðiársins, engu að síður brunnu inni í kvótakerfinu ca. 20.000 tonn af ufsa = engin þörf er á að kvótasetja ufsa.

Framhjá-landanir og ísprufusvindl í boði ófullnægjandi eftirlits Fiskistofu frá upphafi með heimavigtunar/endurvigtunar-leyfishöfum = ríkistyrktu-einokunar-útgerðar-fiskvinnslunni. Áður en lengra er haldið er rétt að nefna að innheimta veiðigjalda með eða án markaðslausna hefur nkl EKKERT með fiskveiðistjórn að gera !

Ný fiskveiðistjórn sósíalista er um að loka kvótakerfinu STRAX og taka upp DAGA-kerfi með óframseljanlegum DÖGUM fyrir hvern skipa/bátaflokk og sölu fisksins á fiskmarkaði = afnema allt brask með sameiginlega auðlind og nýtingarrétt.

Frjálsar-handfæraveiðar á bátum 12m eða allt að 12-tonn allt árið.

Ávinningurinn af þessari breytingu er augljós fyrir þjóðina í huga sósíalista.

  1. 37-ára misheppnaðri tilraun um uppbyggingu fiskistofna er stöðvuð.
  2. DAGA-kerfið opnar fyrir nýliðun án þess að viðkomandi verði að eiga eða hafa aðgang að milljörðum.
  3. Sjávarbyggðir endurheimta tækifæri til að endurreisa fiskvinnslu án útgerðar, vegna sölu fisksins á fiskmarkaði og tryggja þannig grunnstoðir samfélagsins.
  4. Neikvæðir hvatar sóunarkerfisins/kvótakerfisins = brottkast/framhjá-löndun og ísprufusvindl hverfa.
  5. Ein af grunnforsendum uppbyggingar fiskistofna er grisjun fiskistofna.
  6. Þjóðin endurheimtir VALDIÐ yfir auðlind og nýtingarrétti.

Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Suðurkjördæmi.




Skoðun

Sjá meira


×