Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 23:21 Það styttist í að nákvæmlega tuttugu ár séu liðin frá árásánum 11. september 2001. Robert Giroux/Getty Images) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir. Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir.
Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira