Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 23:21 Það styttist í að nákvæmlega tuttugu ár séu liðin frá árásánum 11. september 2001. Robert Giroux/Getty Images) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir. Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir.
Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira