Í dagbók lögreglu segir að sá sem réðst á konuna hafi síðan farið inn í aðra íbúð á stigaganginum.
Um svipað leyti handtóku lögregluþjónar mann í miðbænum sem hafði verið sakaður um að sparka í konu. Þegar verið var að ræða við manninn hrækti hann á lögregluþjóna. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands hans og fyrir rannsókn málsins.
Fyrr um kvöldið, eða klukkan rúmlega níu, barst tilkynning um að kona hefði verið slegin í andlitið á veitingahúsi í miðbænum.
Minnst ein tilkynning um líkamsárás barst til viðbótar til lögreglu í nótt. Í það skipti var ráðist á ölvaðan mann fyrir utan veitingahús í miðbænum. Maðurinn fékk skurð fyrir neðan auka eftir árásina en árásaraðilar voru farnir þegar lögregluþjóna bar að garði.
Maðurinn fékk aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum.
Í dagbók lögreglu segir einnig að tilkynnt hafi verið um þjófnað í gær þar sem farið var inn í ólæstan bíl og verðmætum stolið þaðan. Eigandi bílsins hafði séð tvö menn sem fóru inn í bílinn keyra á brott.
Minnst tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt og eru grunaðir um akstur undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Báðir voru sömuleiðis ekki með ökuréttindi og annar þeirra var ljóslaus.