Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 20:01 Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum, furðar sig á að ekki sé gert ráð fyrir geðdeild á nýjum Landspítala. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“ Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“
Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira