Sitt er hvað, framsókn og Framsókn Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. september 2021 14:01 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vildi taka mig í sögustund í grein sem hann skrifaði á Vísi í gær, grein sem hann kallar: Sitt er hvað, samvinna og samvinna. Tilefnið var spurning mín til hans í sjónvarpsumræðum um hvort hann og flokkur hans vildi ekki taka þátt í því með Sósíalistum að endurreisa samvinnuhreyfingu. Í greininni heldur hann því fram að samvinnuhreyfingin og annar sósíalismi hafi tilheyrt frumstæðara þjóðfélagi og eigi lítið erindi í samfélagsumræðuna í dag. Sigurður Ingi segir tal um mikilvægi samvinnuhugsjónar og sósíalisma nú sé eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafi vaknað af. Og Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn hafi þroskast frá þessum uppruna sínum og sé nú miðjuflokkur á hinni nútímalegu miðju, sem svo vill til að ég skrifaði grein um fyrr um gærdaginn og kallaði: Miðjan er komin langt til hægri við þjóðina. Grein Sigurðar Inga hljómar eins og upphaf að ritdeilu, og vil ég ekki skorast undan henni. Þetta er það sem ég hef við grein Sigurðar Inga að bæta: Saga Framsóknarflokksins: Vorið Saga Framsóknarflokksins er frábært dæmi um það sem kallað hefur verið járnlögmál klíkuvæðingarinnar. Það lögmál segir að öll félög og stofnanir samfélagsins verði klíkuvæðingunni að bráð ef ekki eru hafðar uppi sérstakar varnir til að verja grasrótina og hugsjónaeldinn. Framsóknarflokkurinn á upptök sín í annarri af tveimur sterkum alþýðuhreyfingum sem umbreyttu Íslandi á síðustu öld. Hin er verkalýðshreyfingin sem kviknaði samtímis því sem kapítalisminn var að skjótum rótum í sjávarbyggðum samhliða vélvæðingar bátaflotans, sem er hin eiginlega iðnbylting Íslands. En rætur samvinnuhreyfingarinnar ná lengra aftur, til vakningar í sveitum landsins seint á þar síðustu öld. Vakningar sem gat ekki bara af sér kaupfélög heldur ungmennafélög, kvenfélög, bindindisfélög, lestrarfélög og þá félagslegu vakningu sem markar í raun upphaf nútímasamfélags á Íslandi ekkert síður en tæknibreytingarnar sem umbreyttu atvinnutækjunum. Þessar eru rætur Framsóknarflokksins, í vori nútímans og við upphaf hinnar raunverulegu sjálfstæðisbaráttu Íslands, baráttu alþýðufólks fyrir efnahagslegu sjálfstæði, félagslegum réttindum, kosningarétti og því að vera fullgild manneskja í samfélagi fólks. Það er eiginlega ekki hægt að hugsa til þessa upphafs Framsóknar án þess að fá tár í augun. Þetta er svo fallegt. Enginn flokkur á sér fegurra upphaf en Framsókn. Saga Framsóknarflokksins: Sumarið Og sagan átti eftir að verða enn betri. Það var ekki bara að kaupfélögin færðu vald frá erlendum kaupmönnum til fólks heima í héraði heldur náði Framsóknarflokkurinn völdum yfir ríkisvaldinu, tók þau af borgarastéttinni með aðstoð Alþýðuflokksins árið 1927. Þetta markar endalok heimastjórnarstjórnmálanna, sem einkenndist af innbyrðis valdabaráttu karla úr borgarastétt, og upphaf alþýðustjórnmála, sem snerust um að stéttabaráttu og vilja almennings um að byggja hér upp öflugt samfélag út frá hagsmunum fjöldans en ekki bara hinna fáu. Til þessarar valdatöku tveggja stóru alþýðuhreyfinganna má rekja rætur alls sem einhvers virði er í íslensku samfélagi í dag: Almenns heilbrigðis- og menntakerfis, almannatrygginga, félagsleg húsnæðis, réttinda verkafólks til að berjast fyrir bættum kjörum og skárra samfélagi, launa í veikindum og sumarfríi, örorkubóta, réttinda barna, aldraðra, sjúkra og fátækra. Og svo áfram endalaust. Það var með samstöðu þessara hreyfinga að samfélagið var mótað og stefnan tekin á framtíð réttlætis og jafnaðar. Auðvitað var ekki allt fullkomið sem þessar hreyfingar gerðu. Þær voru karllægar og blindar á þarfir minnihlutahópa, viðhéldu kúgun innan eigin raða og í samfélaginu á sama tíma og þær unnu að afléttingar kúgunar á öðrum sviðum. En eftir sem áður er ekki hægt að neita því að þessar alþýðuhreyfingar mörkuðu straumhvörf á Íslandi. Saga Framsóknarflokksins: Haustið Borgarastéttin svaraði þessari umbyltingu stjórnmálanna með þvi að stofna Sjálfstæðisflokkinn, sem sótti sér fyrirmyndir til fasískra hreyfinga í Evrópu og vildi eins og þær þjóna auðvaldinu í umbreyttum stjórnmálum sem tóku mið af hagsmunum og þörfum almennings. Það tók Sjálfstæðisflokkinn langan tíma að ná undirtökum í íslenskum stjórnmálum af alþýðuhreyfingunum, en honum tókst það af klókindum. Fyrst klauf hann á milli alþýðuhreyfinganna tveggja með því að mynda nýsköpunarstjórnina með verkalýðsflokkunum, síðan stökk hann yfir línuna sem hann markaði og myndaði stjórn með Framsókn og síðar með öðrum af verkalýðsflokkunum. Á sama tíma vann Sjálfstæðisflokkurinn að því að kljúfa verkalýðshreyfinguna til að veikja fylkingu alþýðufólks. Á þessum tíma hafði samvinnuhreyfingin vaxið og orðið stofnanavædd. Valdið hafði flust frá grasrótinni til stjórna kaupfélaganna og frá kaupfélögunum til kommissara í Sambandinu. Valddreifð hreyfing var orðin að miðstýrðu viðskiptaveldi. Og stjórnmálaarmurinn, Framsóknarflokkurinn, fylgdi valdinu eftir. Flokkurinn var ekki lengur málsvari fjöldans í samvinnuhreyfingunni heldur hinna fáu sem stýrðu stofnunum hreyfingarinnar. Saga Framsóknarflokksins: Veturinn Áherslur Framsóknarflokksins færðust frá væntingum almennings að þörfum stórfyrirtækja. Og stórfyrirtækið sem flokkurinn varði stækkaði en varð jafnframt viðkvæmara. Seiglan sem fylgir valddreifðri uppbyggingu hvarf en eftir sat fyrirtækjasamsteypa sem sótti afl sitt fyrst og fremst til þeirrar fyrirgreiðslu sem Framsóknarflokkurinn skaffaði. Sambandið og Framsókn urðu spegilmynd Sjálfstæðisflokksins og Kolkrabbans, vanhelgt spillingarsamband viðskipta og stjórnmála, sem hafði það helsta markmið að flytja afl, auðlindir, fé og völd frá almenningi til stórfyrirtækja. Sambandið hrundi undan eigin þunga. Og þá gerðist það undarlega. Í stað þess að Framsóknarflokkurinn vaknaði og leitaði upphafs síns og endurnærði sig með hugsjónum um valddreifða samvinnuhreyfingu, þá elti flokkurinn þá menn sem náðu að sölsa undir sig eignir Samvinnuhreyfingarinnar. Mennirnir sem komust yfir sjóði Samvinnutrygginga, Samskip og önnur fyrirtæki og eignir Sambandsins og hreyfingarinnar urðu fjárhagslegir bakhjarlar Framsóknarflokksins. Og flokkurinn beitti sér fyrir að auður þessara manna yrði enn meiri. Framsóknarflokkurinn kom því meðal annars svo fyrir Búnaðarbankinn, bankinn sem stofnað hafði verið til sem aflvaka í sveitum landsins, var seldur í hendur þeirra manna sem komist höfðu yfir auð samvinnuhreyfingarinnar. Eftirmálin þekkja allir. Búnaðarbankinn varð að Kaupþing-banka sem hrundi yfir samfélagið með stórkostlegum skaða fyrir allan almenning. En þeir menn sem Framsókn færði Búnaðarbankann eru enn meðal allra ríkustu manna Íslandssögunnar. Eins fagurt og upphaf Framsóknarflokksins er þá eru örlög þessa flokks jafn myrk og döpur í dag. Fagrar hugsjónir fjöldans eru ekki aflvakinn lengur heldur grimm hagsmunagæsla fyrir hin fáu. Krafan um vald almennings yfir eigin lífi hefur vikið fyrir blindri þjónkun við auðvaldið. Formaðurinn stendur fyrir stórfelldri einkavæðingu vegakerfisins til stórfyrirtækja og kallar það samvinnuverkefni. Samvinnuhugsjónin gekk út á almenningur næði völdum í samfélaginu, að byggð yrði upp samvinnufyrirtæki fjöldans svo hann þyrfti ekki að lifa og starfa innan fyrirtækja og samfélags sem stjórnað væri af fámennum hópi auðfólks. Samvinnuhugsjónin er þannig nátengd sjálfstæðisbaráttu alþýðunnar, frelsisbaráttu fjöldans. Að smyrja nafni samvinnuhugsjónarinnar á einkavæðingu vegakerfisins, þar sem almannaeignum er komið í hendur hinna fáu, er annað hvort kaldhæðnislegt grín eða merki um algjöra sögulega blindu. Tilboð Sósíalista til Framsóknar og samvinnufólks Eins og ég gat um umræðuþættinum í Ríkissjónvarpinu er aðalmarkmið Sósíalistaflokksins að byggja upp sterka og breiða alþýðuhreyfingu. Flokkurinn ákvað að bjóða ekki fram til þings 2017 en snúa sér frekar að endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, sem þegar hefur skilað miklu árangri þótt verkefninu sé síður en svo lokið. Sósíalistar ætla sér að byggja upp almannasamtök sem berjast fyrir hagsmunum leigjenda, innflytjenda, fátæks eftirlaunafólks, sjúklinga, atvinnulausra og annarra hópa sem þurfa að berjast fyrir bættum kjörum og valdi yfir eigin lífi. Það er aðeins á bylgju slíkrar hreyfingar sem Sósíalistaflokkurinn getur haft umtalsverð áhrif á vettvangi þings og sveitastjórna. Það vantar ekki fleiri flokka sem eru lítið annað forystufólk í leit að starfi. Slíkir flokkar eru auðveld bráð fyrir auðvaldið og valdastéttina. Og markmið Sósíalista er líka að endurreisa samvinnuhreyfinguna, sem er óaðgreinanlegur hluti hinnar sósíalísku hreyfingar. Það er með uppbyggingu slíkra alþýðuhreyfinga sem okkur mun takast að breyta íslensku samfélagi og laga það að hagsmunum, vonum og væntingum almennings. Það er hin raunverulega framsókn sem Framsóknarflokkurinn ætti að taka þátt í og sækja í kveikju að endursköpun flokksins í það stjórnmálaafl almennings sem flokknum var ætlað að verða. Það er nefnilega sitt hvað, framsókn almennings og sú Framsókn sem núverandi forystu býður kjósendum upp á. Samvinnufólk á betra skilið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vildi taka mig í sögustund í grein sem hann skrifaði á Vísi í gær, grein sem hann kallar: Sitt er hvað, samvinna og samvinna. Tilefnið var spurning mín til hans í sjónvarpsumræðum um hvort hann og flokkur hans vildi ekki taka þátt í því með Sósíalistum að endurreisa samvinnuhreyfingu. Í greininni heldur hann því fram að samvinnuhreyfingin og annar sósíalismi hafi tilheyrt frumstæðara þjóðfélagi og eigi lítið erindi í samfélagsumræðuna í dag. Sigurður Ingi segir tal um mikilvægi samvinnuhugsjónar og sósíalisma nú sé eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafi vaknað af. Og Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn hafi þroskast frá þessum uppruna sínum og sé nú miðjuflokkur á hinni nútímalegu miðju, sem svo vill til að ég skrifaði grein um fyrr um gærdaginn og kallaði: Miðjan er komin langt til hægri við þjóðina. Grein Sigurðar Inga hljómar eins og upphaf að ritdeilu, og vil ég ekki skorast undan henni. Þetta er það sem ég hef við grein Sigurðar Inga að bæta: Saga Framsóknarflokksins: Vorið Saga Framsóknarflokksins er frábært dæmi um það sem kallað hefur verið járnlögmál klíkuvæðingarinnar. Það lögmál segir að öll félög og stofnanir samfélagsins verði klíkuvæðingunni að bráð ef ekki eru hafðar uppi sérstakar varnir til að verja grasrótina og hugsjónaeldinn. Framsóknarflokkurinn á upptök sín í annarri af tveimur sterkum alþýðuhreyfingum sem umbreyttu Íslandi á síðustu öld. Hin er verkalýðshreyfingin sem kviknaði samtímis því sem kapítalisminn var að skjótum rótum í sjávarbyggðum samhliða vélvæðingar bátaflotans, sem er hin eiginlega iðnbylting Íslands. En rætur samvinnuhreyfingarinnar ná lengra aftur, til vakningar í sveitum landsins seint á þar síðustu öld. Vakningar sem gat ekki bara af sér kaupfélög heldur ungmennafélög, kvenfélög, bindindisfélög, lestrarfélög og þá félagslegu vakningu sem markar í raun upphaf nútímasamfélags á Íslandi ekkert síður en tæknibreytingarnar sem umbreyttu atvinnutækjunum. Þessar eru rætur Framsóknarflokksins, í vori nútímans og við upphaf hinnar raunverulegu sjálfstæðisbaráttu Íslands, baráttu alþýðufólks fyrir efnahagslegu sjálfstæði, félagslegum réttindum, kosningarétti og því að vera fullgild manneskja í samfélagi fólks. Það er eiginlega ekki hægt að hugsa til þessa upphafs Framsóknar án þess að fá tár í augun. Þetta er svo fallegt. Enginn flokkur á sér fegurra upphaf en Framsókn. Saga Framsóknarflokksins: Sumarið Og sagan átti eftir að verða enn betri. Það var ekki bara að kaupfélögin færðu vald frá erlendum kaupmönnum til fólks heima í héraði heldur náði Framsóknarflokkurinn völdum yfir ríkisvaldinu, tók þau af borgarastéttinni með aðstoð Alþýðuflokksins árið 1927. Þetta markar endalok heimastjórnarstjórnmálanna, sem einkenndist af innbyrðis valdabaráttu karla úr borgarastétt, og upphaf alþýðustjórnmála, sem snerust um að stéttabaráttu og vilja almennings um að byggja hér upp öflugt samfélag út frá hagsmunum fjöldans en ekki bara hinna fáu. Til þessarar valdatöku tveggja stóru alþýðuhreyfinganna má rekja rætur alls sem einhvers virði er í íslensku samfélagi í dag: Almenns heilbrigðis- og menntakerfis, almannatrygginga, félagsleg húsnæðis, réttinda verkafólks til að berjast fyrir bættum kjörum og skárra samfélagi, launa í veikindum og sumarfríi, örorkubóta, réttinda barna, aldraðra, sjúkra og fátækra. Og svo áfram endalaust. Það var með samstöðu þessara hreyfinga að samfélagið var mótað og stefnan tekin á framtíð réttlætis og jafnaðar. Auðvitað var ekki allt fullkomið sem þessar hreyfingar gerðu. Þær voru karllægar og blindar á þarfir minnihlutahópa, viðhéldu kúgun innan eigin raða og í samfélaginu á sama tíma og þær unnu að afléttingar kúgunar á öðrum sviðum. En eftir sem áður er ekki hægt að neita því að þessar alþýðuhreyfingar mörkuðu straumhvörf á Íslandi. Saga Framsóknarflokksins: Haustið Borgarastéttin svaraði þessari umbyltingu stjórnmálanna með þvi að stofna Sjálfstæðisflokkinn, sem sótti sér fyrirmyndir til fasískra hreyfinga í Evrópu og vildi eins og þær þjóna auðvaldinu í umbreyttum stjórnmálum sem tóku mið af hagsmunum og þörfum almennings. Það tók Sjálfstæðisflokkinn langan tíma að ná undirtökum í íslenskum stjórnmálum af alþýðuhreyfingunum, en honum tókst það af klókindum. Fyrst klauf hann á milli alþýðuhreyfinganna tveggja með því að mynda nýsköpunarstjórnina með verkalýðsflokkunum, síðan stökk hann yfir línuna sem hann markaði og myndaði stjórn með Framsókn og síðar með öðrum af verkalýðsflokkunum. Á sama tíma vann Sjálfstæðisflokkurinn að því að kljúfa verkalýðshreyfinguna til að veikja fylkingu alþýðufólks. Á þessum tíma hafði samvinnuhreyfingin vaxið og orðið stofnanavædd. Valdið hafði flust frá grasrótinni til stjórna kaupfélaganna og frá kaupfélögunum til kommissara í Sambandinu. Valddreifð hreyfing var orðin að miðstýrðu viðskiptaveldi. Og stjórnmálaarmurinn, Framsóknarflokkurinn, fylgdi valdinu eftir. Flokkurinn var ekki lengur málsvari fjöldans í samvinnuhreyfingunni heldur hinna fáu sem stýrðu stofnunum hreyfingarinnar. Saga Framsóknarflokksins: Veturinn Áherslur Framsóknarflokksins færðust frá væntingum almennings að þörfum stórfyrirtækja. Og stórfyrirtækið sem flokkurinn varði stækkaði en varð jafnframt viðkvæmara. Seiglan sem fylgir valddreifðri uppbyggingu hvarf en eftir sat fyrirtækjasamsteypa sem sótti afl sitt fyrst og fremst til þeirrar fyrirgreiðslu sem Framsóknarflokkurinn skaffaði. Sambandið og Framsókn urðu spegilmynd Sjálfstæðisflokksins og Kolkrabbans, vanhelgt spillingarsamband viðskipta og stjórnmála, sem hafði það helsta markmið að flytja afl, auðlindir, fé og völd frá almenningi til stórfyrirtækja. Sambandið hrundi undan eigin þunga. Og þá gerðist það undarlega. Í stað þess að Framsóknarflokkurinn vaknaði og leitaði upphafs síns og endurnærði sig með hugsjónum um valddreifða samvinnuhreyfingu, þá elti flokkurinn þá menn sem náðu að sölsa undir sig eignir Samvinnuhreyfingarinnar. Mennirnir sem komust yfir sjóði Samvinnutrygginga, Samskip og önnur fyrirtæki og eignir Sambandsins og hreyfingarinnar urðu fjárhagslegir bakhjarlar Framsóknarflokksins. Og flokkurinn beitti sér fyrir að auður þessara manna yrði enn meiri. Framsóknarflokkurinn kom því meðal annars svo fyrir Búnaðarbankinn, bankinn sem stofnað hafði verið til sem aflvaka í sveitum landsins, var seldur í hendur þeirra manna sem komist höfðu yfir auð samvinnuhreyfingarinnar. Eftirmálin þekkja allir. Búnaðarbankinn varð að Kaupþing-banka sem hrundi yfir samfélagið með stórkostlegum skaða fyrir allan almenning. En þeir menn sem Framsókn færði Búnaðarbankann eru enn meðal allra ríkustu manna Íslandssögunnar. Eins fagurt og upphaf Framsóknarflokksins er þá eru örlög þessa flokks jafn myrk og döpur í dag. Fagrar hugsjónir fjöldans eru ekki aflvakinn lengur heldur grimm hagsmunagæsla fyrir hin fáu. Krafan um vald almennings yfir eigin lífi hefur vikið fyrir blindri þjónkun við auðvaldið. Formaðurinn stendur fyrir stórfelldri einkavæðingu vegakerfisins til stórfyrirtækja og kallar það samvinnuverkefni. Samvinnuhugsjónin gekk út á almenningur næði völdum í samfélaginu, að byggð yrði upp samvinnufyrirtæki fjöldans svo hann þyrfti ekki að lifa og starfa innan fyrirtækja og samfélags sem stjórnað væri af fámennum hópi auðfólks. Samvinnuhugsjónin er þannig nátengd sjálfstæðisbaráttu alþýðunnar, frelsisbaráttu fjöldans. Að smyrja nafni samvinnuhugsjónarinnar á einkavæðingu vegakerfisins, þar sem almannaeignum er komið í hendur hinna fáu, er annað hvort kaldhæðnislegt grín eða merki um algjöra sögulega blindu. Tilboð Sósíalista til Framsóknar og samvinnufólks Eins og ég gat um umræðuþættinum í Ríkissjónvarpinu er aðalmarkmið Sósíalistaflokksins að byggja upp sterka og breiða alþýðuhreyfingu. Flokkurinn ákvað að bjóða ekki fram til þings 2017 en snúa sér frekar að endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, sem þegar hefur skilað miklu árangri þótt verkefninu sé síður en svo lokið. Sósíalistar ætla sér að byggja upp almannasamtök sem berjast fyrir hagsmunum leigjenda, innflytjenda, fátæks eftirlaunafólks, sjúklinga, atvinnulausra og annarra hópa sem þurfa að berjast fyrir bættum kjörum og valdi yfir eigin lífi. Það er aðeins á bylgju slíkrar hreyfingar sem Sósíalistaflokkurinn getur haft umtalsverð áhrif á vettvangi þings og sveitastjórna. Það vantar ekki fleiri flokka sem eru lítið annað forystufólk í leit að starfi. Slíkir flokkar eru auðveld bráð fyrir auðvaldið og valdastéttina. Og markmið Sósíalista er líka að endurreisa samvinnuhreyfinguna, sem er óaðgreinanlegur hluti hinnar sósíalísku hreyfingar. Það er með uppbyggingu slíkra alþýðuhreyfinga sem okkur mun takast að breyta íslensku samfélagi og laga það að hagsmunum, vonum og væntingum almennings. Það er hin raunverulega framsókn sem Framsóknarflokkurinn ætti að taka þátt í og sækja í kveikju að endursköpun flokksins í það stjórnmálaafl almennings sem flokknum var ætlað að verða. Það er nefnilega sitt hvað, framsókn almennings og sú Framsókn sem núverandi forystu býður kjósendum upp á. Samvinnufólk á betra skilið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun