Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 13:45 Ragnhildur Helgadóttir, doktor í lögfræði, er nýr rektor Háskólans í Reykjavík. Aðsend Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. Ragnhildur hefur lengi starfað við háskólann, frá árinu 2002, og hefur frá árinu 2019 gengt stöðu forseta samfélagssviðs. Undir sviðið heyra viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur þá verið prófessor við lagadeild frá árinu 2006 og tók hún við starfi deildarforseta lagadeildar árið 2014 en hún sinnti starfinu í fimm ár. Þá er hún formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnhildur sat í samninganefnd Íslands við ESB og hefur verið ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf. Hún hefur kennt við háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, við Pantheon-Assas háskólann í París og Toulouse Capitole í Toulouse og víðar. Ragnhildur er heiðursdoktor frá háskólanum í Bergen. „Háskólinn er sterkur og hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendum. Undanfarin misseri höfum við þurft að einbeita okkur að því að bjóða nemendum sem allra best nám við erfiðar aðstæður og að halda rannsóknavirkni gangandi,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. „Fyrsta hlutverk mitt verður að tryggja að starfsemi háskólans verði sem eðlilegust að nýju, að við náum að fókusera meira á alþjóðatengsl í námi og rannsóknum, tengsl við samfélagið utan háskólans og nýsköpun, eins og við erum vön. Ég tek við afskaplega góðu búi og það verður mjög spennandi og gaman að vinna áfram á þeim grunni og tryggja að HR haldi áfram að þróast í takti við örar breytingar á þörfum samfélagsins.“ Reykjavík Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ragnhildur hefur lengi starfað við háskólann, frá árinu 2002, og hefur frá árinu 2019 gengt stöðu forseta samfélagssviðs. Undir sviðið heyra viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur þá verið prófessor við lagadeild frá árinu 2006 og tók hún við starfi deildarforseta lagadeildar árið 2014 en hún sinnti starfinu í fimm ár. Þá er hún formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnhildur sat í samninganefnd Íslands við ESB og hefur verið ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf. Hún hefur kennt við háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, við Pantheon-Assas háskólann í París og Toulouse Capitole í Toulouse og víðar. Ragnhildur er heiðursdoktor frá háskólanum í Bergen. „Háskólinn er sterkur og hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendum. Undanfarin misseri höfum við þurft að einbeita okkur að því að bjóða nemendum sem allra best nám við erfiðar aðstæður og að halda rannsóknavirkni gangandi,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. „Fyrsta hlutverk mitt verður að tryggja að starfsemi háskólans verði sem eðlilegust að nýju, að við náum að fókusera meira á alþjóðatengsl í námi og rannsóknum, tengsl við samfélagið utan háskólans og nýsköpun, eins og við erum vön. Ég tek við afskaplega góðu búi og það verður mjög spennandi og gaman að vinna áfram á þeim grunni og tryggja að HR haldi áfram að þróast í takti við örar breytingar á þörfum samfélagsins.“
Reykjavík Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56