Miðjan er komin langt til hægri við þjóðina Gunnar Smári Egilsson skrifar 1. september 2021 13:00 Það sorglegasta við íslensk stjórnmál er hvernig forysta flokkanna hefur fært umræðuna svo langt til hægri við afstöðu meginþorra fólks að það er á mörkunum að hægt sé að kalla Ísland lýðræðisríki. Lýðræði er fyrirkomulag þar sem yfirvöld stjórna landinu í takt við vonir og væntingar lýðsins, almenning í landinu. Sú er ekki raunin á Íslandi. Ástæðan er þjónkun svokallaðra vinstri- og miðjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn og þjónkun forystu Sjálfstæðisflokksins við fámennan hóp auðkýfinga sem í reynd ræður öllu á Íslandi. Allt sem gert er byggir á þeirra kröfum og ekkert er gert gegn þeirra vilja. Og það sem er enn sorglegra er að við vitum þetta öll. Við lifum í samfélagi þar sem fámenn klíka auðfólks ræður öllu og beitir ríkisvaldinu í eigin þágu og gegn hagsmunum almennings; í samfélagi þar sem þetta niðurbrot lýðræðisins er almennt viðurkennt af stjórnmálastéttinni, fjölmiðlum, fræðasamfélaginu, stórum hluta verkalýðshreyfingarinnar og meðal stjórna almannasamtaka. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að eina von fólks gegn alræði auðvaldsins sé virk andspyrna almennings í verkalýðshreyfingu og öðrum almannasamtökum, sterk staða stjórnmálaflokka almennings á þingi og sveitarstjórnum, öflugt aðhald fjölmiðla og virk almenn umræða sem rekin er út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings; þá er eins og fólkið sem á að gæta að varðstöðu og sókn almennings hafi meira og minna gefist upp, fært auðvaldinu stjórnmálavettvanginn allan og þar með framkvæmdararm lýðræðisins, sjálft ríkisvaldið. Ríkisvald sem þjónar ekki almenningi heldur hinum fáu ríku og valdamiklu er ógn við lýðræðið. Það er frumskilyrði allra framfara á Íslandi að hrekja auðvaldið frá völdum, taka af því ríkisvaldið og færa það almenningi. Og til þess að ná samstöðu um slíkt þurfum við að byrja á því að endurheimta miðjuna í íslenskum stjórnmálum, sækja hana frá hægrinu. Hvar er miðjan? Undanfarið hafa birst niðurstöður skoðanakannana sem sýna glögglega að almenningur vill allt annað en þá stefnu sem stjórnvöld reka. Almenningur vill hækka skatta á hin ríku en stjórnvöld eru að lækka þá. Almenningur vill taka kvótann af sægreifunum en stjórnvöld vilja að þeir haldi honum og borgi sem minnst fyrir hann. Almenningur vill ekki selja bankanna en stjórnvöld selja þá samt. Almenningur vill miklu meira fé inn í rekstur opinberrar heilbrigðisþjónustu en stjórnvöld segja að mikilvægara sé að einkavæða kerfið. Og svo framvegis. Þegar niðurstöðurnar eru greindar kemur fram að um 85% fylgjenda allra flokka eru samstíga, vilja aukið almannavald og minna auðvald. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skorinn frá. Stuðningur við almannavald er veikara meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Samt er meirihlutinn þar fylgjandi auknu almannavaldi. Andstæðingar almannahagsmuna eru hins vegar fleiri innan Valhallar en í öðrum flokkum og þessum hópi hefur tekist að beygja Sjálfstæðisflokkinn undir sig. Þetta væri ekki mikið vandamál ef forysta hinna flokkanna stæði með grasrót sinna flokka og berðist fyrir almannavaldi gegn auðvaldi. Þá mætti reka hér ríkisvald almennings í lýðræðissamfélagi þar sem því yrði beitt til að byggja upp samfélag í takt við vonir og væntingar almennings. En sú er ekki raunin. Æ ofan í æ hefur forysta annarra flokka selt sjálfri sér þá fráleitu hugmynd að hlutverk sitt sé að gera málamiðlun við auðvaldið um stjórn landsins, að selja skýlausa kröfu almennings um að ríkisvaldið tilheyri almenningi en ekki auðvaldinu fyrir ráðherrastóla og fyrir að fá að vera inn í herberginu þegar auðvaldið tekur ákvarðanir. Og kannski eilitlar sárabætur, eitthvað sem auðvaldinu er ósárt um að kasta til almennings. Yfirlýsing gærkvöldsins Í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins í gær kristallaðist þessi staða forystu Framsóknar og VG. Formenn þessara flokka lýstu því yfir að þeim liði vel í samstarfi við forystu Sjálfstæðisflokksins og stefndu að því að framlengja stjórnarsetu hans um fjögur ár til viðbótar eftir kosningarnar í haust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 26 ár af síðustu þrjátíu. Ef formönnum VG og Framsóknar verður að ósk sinni mun Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið við völd í þrjátíu ár af síðustu 34 árið 2025. Hann mun þá hafa fengið fjögur ár enn til að flytja skattbyrði af hinum ríku yfir á almenning, festa í sessi einkavæðingu fiskimiðanna sem áður voru almenningur, svelta heilbrigðis- og menntakerfið og undirbúa einkavæðingu þessara grunnkerfa sem almenningur byggði upp á síðustu öld, einkavæða vegakerfið, flugvelli og hafnir, einkavæða banka, Landsvirkjun og orkufyrirtæki almennings, skerða völd verkalýðshreyfingar og almannasamtaka og auka völd hinna fáu ríku … allt gegn vilja mikils meirihluta almennings. VG kennir sig við vinstristefnu, sem er annað orð yfir sósíalisma og frelsisbaráttu hinna fátæku, kúguðu og valdalausu gegn ógnarvaldi auðsins. Framsóknarflokkurinn segist vera miðjuflokkur, eins og stefna hans sé nálægt miðju afstöðu þjóðarinnar, þegar í reynd stefnan er langt langt til hægri og stuðningur forystu flokksins við stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins spenni flokkinn fyrir vagn harðkjarna þess flokks sem ætlar með samfélagið i þveröfuga átt við það sem almenningur vill. Á hvaða miðju ræðst framtíðin? Slagorð Framsóknarflokksins í þessum kosningum er að framtíðin ráðist á miðjunni. Þetta er gamalt slagorð frá nýfrjálshyggjupáfanum Tony Blair, sem var einmitt forystumaður í vinstriflokki sem keyrði miðjuna í stjórnmálunum langt til hægri. Þegar forysta Framsóknar segir að framtíðin ráðist á miðjunni þá er hún að vísa til slíkrar miðju, miðju elítustjórnmálanna sem liggur fast upp við öfga-hægrið í Sjálfstæðisflokknum. Hin raunverulega miðja í íslenskum stjórnvöldum er hins vegar þar sem almenningur stendur, meðal þess fólks sem velur almannavald fram yfir auðvald í öllum málum. Í þeim hópi, og með þeim hópi, stendur Sósíalistaflokkur Íslands. Í umræðu elítustjórnmálanna er sú mynd dregin upp að Sósíalistaflokkurinn sé jaðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Sósíalistaflokkurinn hefur hins vegar lagt fram stefnu fyrir þessar kosningar sem er í góðum takti við afstöðu mikils meirihluta landsmanna í öllum veigamiklum málum. Það er hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn sem er algjör jaðarflokkur, fámenn klíka með sérviskulegar skoðanir sem eiga sér engan samhljóm með lífsafstöðu meginþorra landsmanna. Og það er fráleitt af forystu Framsóknar að hún finni miðju íslenskra stjórnvalda í kompaníi við Sjálfstæðisflokkinn og þá klíku sem hefur náð völdum innan þess flokks. Framtíðin mun ráðast á miðjunni. En Framsókn mun missa af þeirri framtíð vegna þess að forysta flokksins hefur fært þennan gamla stjórnmálaarm samvinnuhreyfingarinnar, sem auðvitað er ein útgáfa sósíalismans, svo langt til hægri að við sem stöndum með þjóðinni á miðjunni skiljum ekkert hvert Framsókn er eiginlega farin. Átti hún ekki að vera hérna með okkur í baráttunni? Átti þetta ekki að vera flokkur sem ætíð tók almannavald fram yfir auðvald? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það sorglegasta við íslensk stjórnmál er hvernig forysta flokkanna hefur fært umræðuna svo langt til hægri við afstöðu meginþorra fólks að það er á mörkunum að hægt sé að kalla Ísland lýðræðisríki. Lýðræði er fyrirkomulag þar sem yfirvöld stjórna landinu í takt við vonir og væntingar lýðsins, almenning í landinu. Sú er ekki raunin á Íslandi. Ástæðan er þjónkun svokallaðra vinstri- og miðjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn og þjónkun forystu Sjálfstæðisflokksins við fámennan hóp auðkýfinga sem í reynd ræður öllu á Íslandi. Allt sem gert er byggir á þeirra kröfum og ekkert er gert gegn þeirra vilja. Og það sem er enn sorglegra er að við vitum þetta öll. Við lifum í samfélagi þar sem fámenn klíka auðfólks ræður öllu og beitir ríkisvaldinu í eigin þágu og gegn hagsmunum almennings; í samfélagi þar sem þetta niðurbrot lýðræðisins er almennt viðurkennt af stjórnmálastéttinni, fjölmiðlum, fræðasamfélaginu, stórum hluta verkalýðshreyfingarinnar og meðal stjórna almannasamtaka. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að eina von fólks gegn alræði auðvaldsins sé virk andspyrna almennings í verkalýðshreyfingu og öðrum almannasamtökum, sterk staða stjórnmálaflokka almennings á þingi og sveitarstjórnum, öflugt aðhald fjölmiðla og virk almenn umræða sem rekin er út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings; þá er eins og fólkið sem á að gæta að varðstöðu og sókn almennings hafi meira og minna gefist upp, fært auðvaldinu stjórnmálavettvanginn allan og þar með framkvæmdararm lýðræðisins, sjálft ríkisvaldið. Ríkisvald sem þjónar ekki almenningi heldur hinum fáu ríku og valdamiklu er ógn við lýðræðið. Það er frumskilyrði allra framfara á Íslandi að hrekja auðvaldið frá völdum, taka af því ríkisvaldið og færa það almenningi. Og til þess að ná samstöðu um slíkt þurfum við að byrja á því að endurheimta miðjuna í íslenskum stjórnmálum, sækja hana frá hægrinu. Hvar er miðjan? Undanfarið hafa birst niðurstöður skoðanakannana sem sýna glögglega að almenningur vill allt annað en þá stefnu sem stjórnvöld reka. Almenningur vill hækka skatta á hin ríku en stjórnvöld eru að lækka þá. Almenningur vill taka kvótann af sægreifunum en stjórnvöld vilja að þeir haldi honum og borgi sem minnst fyrir hann. Almenningur vill ekki selja bankanna en stjórnvöld selja þá samt. Almenningur vill miklu meira fé inn í rekstur opinberrar heilbrigðisþjónustu en stjórnvöld segja að mikilvægara sé að einkavæða kerfið. Og svo framvegis. Þegar niðurstöðurnar eru greindar kemur fram að um 85% fylgjenda allra flokka eru samstíga, vilja aukið almannavald og minna auðvald. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skorinn frá. Stuðningur við almannavald er veikara meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Samt er meirihlutinn þar fylgjandi auknu almannavaldi. Andstæðingar almannahagsmuna eru hins vegar fleiri innan Valhallar en í öðrum flokkum og þessum hópi hefur tekist að beygja Sjálfstæðisflokkinn undir sig. Þetta væri ekki mikið vandamál ef forysta hinna flokkanna stæði með grasrót sinna flokka og berðist fyrir almannavaldi gegn auðvaldi. Þá mætti reka hér ríkisvald almennings í lýðræðissamfélagi þar sem því yrði beitt til að byggja upp samfélag í takt við vonir og væntingar almennings. En sú er ekki raunin. Æ ofan í æ hefur forysta annarra flokka selt sjálfri sér þá fráleitu hugmynd að hlutverk sitt sé að gera málamiðlun við auðvaldið um stjórn landsins, að selja skýlausa kröfu almennings um að ríkisvaldið tilheyri almenningi en ekki auðvaldinu fyrir ráðherrastóla og fyrir að fá að vera inn í herberginu þegar auðvaldið tekur ákvarðanir. Og kannski eilitlar sárabætur, eitthvað sem auðvaldinu er ósárt um að kasta til almennings. Yfirlýsing gærkvöldsins Í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins í gær kristallaðist þessi staða forystu Framsóknar og VG. Formenn þessara flokka lýstu því yfir að þeim liði vel í samstarfi við forystu Sjálfstæðisflokksins og stefndu að því að framlengja stjórnarsetu hans um fjögur ár til viðbótar eftir kosningarnar í haust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 26 ár af síðustu þrjátíu. Ef formönnum VG og Framsóknar verður að ósk sinni mun Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið við völd í þrjátíu ár af síðustu 34 árið 2025. Hann mun þá hafa fengið fjögur ár enn til að flytja skattbyrði af hinum ríku yfir á almenning, festa í sessi einkavæðingu fiskimiðanna sem áður voru almenningur, svelta heilbrigðis- og menntakerfið og undirbúa einkavæðingu þessara grunnkerfa sem almenningur byggði upp á síðustu öld, einkavæða vegakerfið, flugvelli og hafnir, einkavæða banka, Landsvirkjun og orkufyrirtæki almennings, skerða völd verkalýðshreyfingar og almannasamtaka og auka völd hinna fáu ríku … allt gegn vilja mikils meirihluta almennings. VG kennir sig við vinstristefnu, sem er annað orð yfir sósíalisma og frelsisbaráttu hinna fátæku, kúguðu og valdalausu gegn ógnarvaldi auðsins. Framsóknarflokkurinn segist vera miðjuflokkur, eins og stefna hans sé nálægt miðju afstöðu þjóðarinnar, þegar í reynd stefnan er langt langt til hægri og stuðningur forystu flokksins við stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins spenni flokkinn fyrir vagn harðkjarna þess flokks sem ætlar með samfélagið i þveröfuga átt við það sem almenningur vill. Á hvaða miðju ræðst framtíðin? Slagorð Framsóknarflokksins í þessum kosningum er að framtíðin ráðist á miðjunni. Þetta er gamalt slagorð frá nýfrjálshyggjupáfanum Tony Blair, sem var einmitt forystumaður í vinstriflokki sem keyrði miðjuna í stjórnmálunum langt til hægri. Þegar forysta Framsóknar segir að framtíðin ráðist á miðjunni þá er hún að vísa til slíkrar miðju, miðju elítustjórnmálanna sem liggur fast upp við öfga-hægrið í Sjálfstæðisflokknum. Hin raunverulega miðja í íslenskum stjórnvöldum er hins vegar þar sem almenningur stendur, meðal þess fólks sem velur almannavald fram yfir auðvald í öllum málum. Í þeim hópi, og með þeim hópi, stendur Sósíalistaflokkur Íslands. Í umræðu elítustjórnmálanna er sú mynd dregin upp að Sósíalistaflokkurinn sé jaðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Sósíalistaflokkurinn hefur hins vegar lagt fram stefnu fyrir þessar kosningar sem er í góðum takti við afstöðu mikils meirihluta landsmanna í öllum veigamiklum málum. Það er hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn sem er algjör jaðarflokkur, fámenn klíka með sérviskulegar skoðanir sem eiga sér engan samhljóm með lífsafstöðu meginþorra landsmanna. Og það er fráleitt af forystu Framsóknar að hún finni miðju íslenskra stjórnvalda í kompaníi við Sjálfstæðisflokkinn og þá klíku sem hefur náð völdum innan þess flokks. Framtíðin mun ráðast á miðjunni. En Framsókn mun missa af þeirri framtíð vegna þess að forysta flokksins hefur fært þennan gamla stjórnmálaarm samvinnuhreyfingarinnar, sem auðvitað er ein útgáfa sósíalismans, svo langt til hægri að við sem stöndum með þjóðinni á miðjunni skiljum ekkert hvert Framsókn er eiginlega farin. Átti hún ekki að vera hérna með okkur í baráttunni? Átti þetta ekki að vera flokkur sem ætíð tók almannavald fram yfir auðvald? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun