Lýðræði fyrir alla! Stefnum að aukinni kosningaþátttöku meðal nýrra íslenska ríkisborgara Tatjana Latinovic og Nichole Leigh Mosty skrifa 31. ágúst 2021 07:31 Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Tatjana Latinovic Nichole Leigh Mosty Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun