Lýðræði fyrir alla! Stefnum að aukinni kosningaþátttöku meðal nýrra íslenska ríkisborgara Tatjana Latinovic og Nichole Leigh Mosty skrifa 31. ágúst 2021 07:31 Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Tatjana Latinovic Nichole Leigh Mosty Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar