Lýðræði fyrir alla! Stefnum að aukinni kosningaþátttöku meðal nýrra íslenska ríkisborgara Tatjana Latinovic og Nichole Leigh Mosty skrifa 31. ágúst 2021 07:31 Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Tatjana Latinovic Nichole Leigh Mosty Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun