Slökkviliðsmanni sem sagt var upp fyrir einelti dæmdar bætur Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 17:33 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Jóhann Sveitarfélagið Fjarðabyggð var í byrjun júlí dæmt til að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni fjórar og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir ítrekaðar kvartanir samstarfskvenna hans um einelti. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað. Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað.
Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira