Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2021 06:45 Frá flugvellinum í Vestmannaeyjum. Vilhelm Gunnarsson Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“ Vestmannaeyjavefurinn Tígull hefur eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, að hún hafi fengið póst um málið í vikunni. Henni þykir miður að hafa ekki september til að vinna að nýrri lausn um flugsamgöngur fyrir veturinn. Málið verði tekið upp á næsta bæjarráðsfundi og einnig hafi hún óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins. Tíðni og öryggi ferjusiglinga til Eyja um Landeyjahöfn hafa aukist með nýjum Herjólfi.Vilhelm Gunnarsson Í samtali við Vefmiðilinn Eyjar.net segir Ásdís Ýr að flugið hafi gengið ágætlega í sumar en væntingar hafi þó verið um meiri eftirspurn. Ferðaþjónusta hafi tekið seinna við sér en þau hafi vonað vegna áhrifa covid-faraldursins. Þá hafi veðurblíða fyrir norðan og austan orðið til þess að straumur innlendra farþega hafi að miklu leyti legið þangað. Þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um næsta sumar sjái félagið almennt til lengri tíma litið tækifæri í Vestmannaeyjum sem áfangastað bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem myndi skila sér í aukinni tíðni. Flugfélagið Ernir sinnti áður Vestmannaeyjaflugi en hætti því fyrir ári. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, sagði þá í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að róðurinn í innanlandsflugi væri þungur og að erfitt væri að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta. Vísaði hann þar til siglinga Herjólfs. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því stjórnvöld hófu að niðurgreiða flugfargjöld innanlands til íbúa landsbyggðarinnar, þar með Vestmannaeyja, með verkefninu Loftbrú. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag var Jóna Árný Þórðardóttir, helsti hvatamaður skosku leiðarinnar, spurð hvernig til hefði tekist: Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23 Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30 Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“ Vestmannaeyjavefurinn Tígull hefur eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, að hún hafi fengið póst um málið í vikunni. Henni þykir miður að hafa ekki september til að vinna að nýrri lausn um flugsamgöngur fyrir veturinn. Málið verði tekið upp á næsta bæjarráðsfundi og einnig hafi hún óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins. Tíðni og öryggi ferjusiglinga til Eyja um Landeyjahöfn hafa aukist með nýjum Herjólfi.Vilhelm Gunnarsson Í samtali við Vefmiðilinn Eyjar.net segir Ásdís Ýr að flugið hafi gengið ágætlega í sumar en væntingar hafi þó verið um meiri eftirspurn. Ferðaþjónusta hafi tekið seinna við sér en þau hafi vonað vegna áhrifa covid-faraldursins. Þá hafi veðurblíða fyrir norðan og austan orðið til þess að straumur innlendra farþega hafi að miklu leyti legið þangað. Þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um næsta sumar sjái félagið almennt til lengri tíma litið tækifæri í Vestmannaeyjum sem áfangastað bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem myndi skila sér í aukinni tíðni. Flugfélagið Ernir sinnti áður Vestmannaeyjaflugi en hætti því fyrir ári. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, sagði þá í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að róðurinn í innanlandsflugi væri þungur og að erfitt væri að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta. Vísaði hann þar til siglinga Herjólfs. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því stjórnvöld hófu að niðurgreiða flugfargjöld innanlands til íbúa landsbyggðarinnar, þar með Vestmannaeyja, með verkefninu Loftbrú. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag var Jóna Árný Þórðardóttir, helsti hvatamaður skosku leiðarinnar, spurð hvernig til hefði tekist:
Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23 Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30 Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23
Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42
Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04